Ríkisfréttastofa landsins, KCNA, skýrir frá þessu. Ekki er skýrt nánar hvað felst í aukinni kjarnorkuvopnafælingu en hugsanlega má tengja þetta við fréttaflutning um helgina um að Bandaríkin íhugi að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni til að vara Rússland og Kína við. Bandaríkin hafa ekki sprengt kjarnorkusprengju síðan 1992.
Ef af sprengingu verður mun það væntanlega trufla viðræður við Kim Jong-un um kjarnorkuvopn Norður-Kóreu. Hann mun þá hugsanlega ekki telja sig bundinn af að virða fyrirheiti um að hætta kjarnorkuvopnatilraunum.