Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu New England Journla of Medicine. Þær byggjast á rannsóknum í 22 löndum. 1.063 sjúklingar tóku þátt í þeim.
Niðurstöðurnar sýna að hjá þeim hópi sem fékk lyfið dró úr dánartíðninni um 80%. Þetta á við um sjúklinga sem voru á sjúkrahúsi og þörfnuðust súrefnisgjafar.
Jens Lundgren, prófessor í smitsjúkdómafræðum á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn, tók í sama streng og sagði að fyrir mánuði hafi læknar nánast staðið uppi ráðalausir. Niðurstöður rannsóknarinnar gjörbreyti stöðunni og möguleikum til meðferðar.
„Í fyrsta sinn er hægt að meðhöndla kórónuveirusjúkdóma, ekki bara COVID-19, einnig aðra, með lyfi sem stöðvar fjölgun veirunnar.“
Remdesivir var þróað af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead til meðferðar við lifrarbólgu C. Það hefur einnig verið notað við ebólu.