fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Finnar segja sænska ferðamenn skapa hættu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 22:00

Fánar Norðurlandanna. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða í Evrópu er verið að ræða mögulega opnun landamæra þessa dagana og hefur verið nefnt að Norðurlöndin muni hugsanlega opna fyrir ferðir fólks innan þeirra. Í Noregi, Danmörku og Finnlandi er þetta rætt töluvert þessa dagana en það sem virðist einna helst koma í veg fyrir slíka opnun er frændfólk okkar í Svíþjóð.

Danir, Norðmenn og Finnar hafa gripið til mun harðari aðgerða en Svíar til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar og sýna tölur yfir fjölda látinna það kannski vel. Svíar eru í öðru sæti yfir fjölda látinna á hverja 100.000 íbúa í Evrópu. Aðeins í Belgíu er hlutfallið hærra.

Mika Salminen, landlæknir í Finnlandi, telur að af þessum sökum sé miklu meiri áhætta að opna landamæri Finnlands að Svíþjóð en að opna fyrir ferðir fólks frá Danmörku og Noregi.

„Þannig er þetta, því miður. Þetta er pólitísk ákvörðun en hin miklu munur á smiti í löndunum er staðreynd og ég ímynda mér að ríkisstjórnin hafi skilning á því og taki það með í reikninginn þegar ákvörðun verður tekin.“

Finnska ríkisstjórnin er því að kanna það þessa dagana hvort hægt sé að undanskilja Svía frá opnun landamæranna og leyfa Dönum og Norðmönnum að koma til landsins. Þetta er sama hugsun og margir danskir stjórnmálamenn hafa viðrað en þeir segja að ekki eigi að opna landamærin að Svíþjóð ef það er ekki forsvaranlegt út frá heilbrigðissjónarmiðum.

Svíar eru ekki sáttir við hik Norðurlandanna við að opna á ferðalög til og frá landinu og Anna Hallberg, ráðherra norrænnar samvinnu, sagði í samtali við Aftonbladet að þetta væri ósanngjörn mismunun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?