Góður gangur í efnahagslífinu hefur verið verðmætasta pólitíska eign Trump fram að þessu en nú er staðan önnur vegna heimsfaraldursins. Atvinnuleysi hefur náð áður óþekktum hæðum, einkaneysla dregst saman og þjóðarframleiðsla dregst saman. Sagan segir að slæm staða efnahagsmála, eins og nú er, skiptir gríðarlega miklu máli fyrir sitjandi forseta sem stefnir að endurkjöri.
Oxford Economics birti nýja kosningaspá á miðvikudaginn sem er byggð á reiknilíkani. Samkvæmt spánni mun Trump bíða „sögulegan ósigur“
Reiknilíkanið vinnur út frá atvinnuleysistölum, hversu mikið ráðstöfunarfé almennings er og verðbólgu til að spá fyrir um úrslit. Samkvæmt niðurstöðunum mun Trump aðeins fá 35% greiddra atkvæða sem er mikill viðsnúningur miðað við stöðuna fyrir heimsfaraldur en þá hefði Trump fengið 55% atkvæða samkvæmt reiknilíkaninu. Ef niðurstaðan verður að hann fái aðeins 35% atkvæða verður það versta útkoma forsetaframbjóðanda stóru flokkanna í heila öld.
Reiknilíkanið hefur spáð rétt fyrir um úrslit kosninga frá 1948 að árunum 1968 og 1976 undanskildum og að tveir frambjóðendur, George W. Bush og Trump fengu minnihluta greiddra atkvæða en sigruðu samt vegna uppbyggingar kjörmannakerfisins. CNN skýrir frá þessu.