fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Pressan

Erlendir sérfræðingar hafa aldrei séð neitt þessu líkt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 05:26

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega ár hefur norska lögreglan ráðfært sig við lögreglulið í mörgum löndum um hið dularfulla hvarf Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili sínu í lok október 2018. Haris Hrenovica, saksóknari, sagði í samtali við Dagbladet að það væri ekkert leyndarmál að erlend lögreglulið hafi komið að rannsókn málsins og að ráða hafi verið leitað hjá þeim.

Að sögn hefur ekki staðið á erlendum lögregluliðum að veita aðstoð við rannsókn málsins en hún hefur ekki dugað til að leysa þetta dularfulla mál sem er stundum sagt stærsta óleysta sakamál norskrar sögu.

Norska lögreglan hefur meðal annars leitað ráða hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI, Scotland Yard í Englandi, þýsku alríkislögreglunni og dönsku lögreglunni auk fleiri lögregluliða.

Erlendu lögregluliðin hafa verið sammála um að þau hafi aldrei séð mál þessu líkt. Talað er um að kunnátta þess eða þeirra, sem voru að verki, á tæknisviðinu sé ótrúlega mikil sem og hæfileiki þeirra til að fela slóð sína.

Kurt Kragh, fyrrum yfirmaður hjá dönsku lögreglunni, sagði í samtali við Dagbladet að málið sé mjög óvenjulegt. Mannrán, þar sem lausnargjalds sé krafist, hafi varla sést í Evrópu síðustu 20 til 30 árin. Ekkert mál þessu líkt hafi áður komið upp. Upp hafi komið mannránsmál en þau hafi staðið stutt yfir, í nokkrar klukkustundir.

Enn er unnið af fullum krafti að rannsókn málsins og segir lögreglan að ekki sé verið að draga úr krafti rannsóknarinnar, enn sé ýmislegt sem þarfnist nánari skoðunar og á meðan svo er verði rannsókn haldið áfram.

Lausnargjalds upp á 90 milljónir norskra króna var krafist fyrir Anne-Elisabeth í upphafi og átti að greiða það með rafmyntinni Monero en færslur með henni er ómögulegt að rekja. Ein greiðsla, um 10 milljónir norskra króna, var innt af hendi.

Eins og kunnugt er var Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, nýlega handtekinn, grunaður um aðild að málinu. Hann var látinn laus nokkrum dögum síðar þegar Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum úr gildi. Þeir sem þekkja til hans staðhæfa að hann sé ekki fær um að skipuleggja og/eða framkvæma greiðslur með rafmynt í því skyni að villa um fyrir lögreglunni. Hann er sagður fær kaupsýslumaður en varla fær um að senda sms skilaboð og hvað þá eitthvað flóknara tæknilega séð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Enginn treystir Trump
Pressan
Í gær

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Í gær

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög