fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Sex ára drengur hlaut alvarleg innvortis meiðsl: Taldi sig vera að drekka vatn

Foreldrar hvattir til að vera á varðbergi vegna hættulegra efna sem leynast inni á heimilum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2016 17:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex ára drengur hlaut alvarleg innvortis meiðsl þegar hann drakk stíflueyði á heimili sínu skömmu fyrir jól. Drengurinn taldi sig vera að drekka vatn en áttaði sig of seint á mistökunum. Þá þegar var hann búinn að kyngja efninu sem er gríðarlega ætandi. Foreldrar drengsins hvetja aðra foreldra til að vera á varðbergi gagnvart hættulegum efnum á heimili sínu.

Drengurinn sem um ræðir heitir Sonny Arthut og er frá Essex á Englandi. Betur fór en á horfðist og er hann nú á þokkalegum batavegi þrátt fyrir alvarleika meiðslanna. Þó er ljóst að langur tími mun líða þar til drengurinn nær sér að fullu, ef hann gerir það þá á annað borð.

„Við reiknum með því að hann muni glíma við þetta það sem eftir er. Þetta var það alvarlegt,“ segir móðir hans, Victoria, í samtali við breska fjölmiðla. Nefnir hún sem dæmi að Sonny fái næringu í gegnum sondu. Victoria og eiginmaður hennar, Ian, eiga sex börn, þar á meðal Sonny. „Við erum öllu vön en við áttum ekki von á þessu,“ segir hún.

Victoria hafði verið að þrífa baðherbergið á heimilinu þegar Sonny drakk stíflueyðinn. „Ég sagði honum að fara ekki strax inn á baðherbergið en ég sagði honum ekki að snerta ekki flöskuna sem stóð við baðvaskinn. Hann lagði ekki saman tvo og tvo,“ segir hún og hvetur foreldra barna til að passa upp á hættuleg efni innan veggja heimilisins. Gæta þurfi þess að börn komist ekki í ætandi efni.

„Þetta var sannkallað furðuslys (e. freak accident) og hefði getað gerst hjá hverjum sem er,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?