fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
FókusKynning

Purusteikarborgarinn er mættur

Kynning

Lebowski Bar, Laugvegi 20, 101 Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Já, hann er mættur,“ segir Haraldur Anton hjá Lebowski Bar, aðspurður hvort jólahamborgarinn sé kominn á matseðilinn. Jólaborgarinn hefur verið í boði undanfarin fimm ár og verður sífellt vinsælli. Að sögn Haraldar fara margir viðskiptavinir staðarins að spyrja eftir borgaranum þegar haustið gengur í garð. En hvað er í þessum vinsæla hamborgara:

„Kjötið er purusteik og síðan er það rauðkál, sultaður rauðlaukur, camembert-ostur, jólasinnepssósan okkar og þetta er síðan borið fram með sætum frönskum kartöflum,“ segir Haraldur.

Eldhúsið á Lebowski Bar er opið frá 11 á morgnana til tíu á kvöldin og er því hægt að gæða sér á purusteikarborgaranum í hádeginu eða kvöldmat. Svo skemmir ekki fyrir ef þessu er skolað niður með malt og appelsín, ja, eða bara einum ísköldum. Staðurinn sjálfur er opinn frá 11 til 01 á næturnar á virkum dögum og um helgar er opið framundir morgun eða til um 4.30.

Mynd: JAVIERBALLESTER.COM.ES

Lebowski Bar er vinsæll staður og hann sækir alls konar fólk. Að sögn Haraldar Antons er töluvert að gera í hádeginu: „Hingað koma til dæmis iðnaðarmenn og skólanemar og fá sér í svanginn í hádeginu og síðan er töluvert af erlendum ferðamönnum,“ segir hann.

Prýðileg kráarstemning er á staðnum á kvöldin og hefst raunar fyrr: „Fólk fer að streyma hingað inn um leið og „happy hour“ byrjar en það er alla daga frá klukkan 16 til 19. Þá er hægt að fá bjór eða rauðvínsglas á 750 krónur eða fá sérvalinn og dýrari bjór á 850 krónur. Við erum með alla aldursflóruna, fólk frá tvítugu og alveg upp í um 75 ára því við bjóðum upp á klassíska rokktónlist frá sjötta til níunda áratugarins sem höfðar jafnt til ungra sem þeirra eldri,“ segir Haraldur Anton. Þó fer Eagles aldrei á fóninn!

Nánari upplýsingar á Facebook-síðunni Lebowskibar og vefsíðunni lebowskibar.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ