Í tilkynningu frá ríkisstjórn landsins kemur fram að ekki verði tekið við meira sorpi til að hægt sé að tryggja að hægt sé að meðhöndla innlent sorp á tryggan hátt í endurvinnslustöðvum og sorphaugum. Yfirvöld hafa þegar komið í veg fyrir innflutning á 246.000 tonnum það sem af er ári.
Greiða þarf 11 evrur fyrir hvert tonn sem er flutt til landsins en það er miklu lægra en meðalverðið í Evrópu sem er 80 evrur fyrir hvert tonn.
Eins og víðar í Evrópu hefur magn sorps aukist í Portúgal eftir að heimsfaraldur kórónuveiru skall á. Þar á meðal er hin ýmsi hlífðarbúnaður sem heilbrigðisstarfsfólk notar og umbúðir utan af heimsendum mat.
Vegna heimsfaraldursins hefur einnig lítið verið hægt að endurvinna sorp því starsfólk endurvinnslustöðva hefur þurft að halda sig heima.