Samkvæmt frétt news.com.au sagði rapparinn að hann hefði séð til þess að sonur hans fengi munngælur.
„Ég er að þjálfa þessa stráka. Spyrjið bara frændur mína, spyrjið son minn. Já, þegar þeir voru 12, 13, fengu þeir munngælur . . . Þannig á þetta að vera.“
News.com.au segir þetta vera það nýjasta í undarlegum yfirlýsingum þessa átta barna föður og að þær hafi valdið því að sumir krefjist þess að hann verði sviptur forræði yfir þeim því hér sé beinlínis um kynferðisofbeldi að ræða.
Fyrir þremur árum birti hann afmæliskveðju til 14 ára sonar síns og sagði meðal annars að hann væri með gjöf fyrir hann, konu sem ætlaði að veita honum munngælur.
Rapparinn býr í Louisiana en þar er bannað að hafa milligöngu um vændiskaup og þeir sem eru eldri en 17 ára mega ekki stunda kynlíf með fólki undir þeim aldri.
Ekki er annað að sjá en Boosie, sem sagði vændiskonurnar vera „mjög fullorðnar“ hafi játað brot gegn þessum lögum.
Fyrr á árinu komst hann í kastljósið eftir að hafa látið óviðeigandi ummæli falla um Zaya, 12 ára dóttur körfuboltamannsins Dwyane Wade, en hún er trans.
„Ekki skera typpið af honum.“
Sagði hann í myndbandi sem hann birti á Instagram og beindi þar orðum sínum til Wade.