Fram hefur komið í fréttum að sala á kynlífstækjum hafi aukist eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það er kannski ekki skrýtið því fólk neyddist til að vera mikið heima og hafði fátt að sýsla.
TV2 hefur eftir Rune Kjelsmark, hjá Sinful, að sala á kynlífstækjum til beggja kynja hafi aukist um 55% á fyrstu fjórum mánuðum ársins miðað við sama tíma á síðasta ári. Í Noregi nam söluaukningin í apríl 90% miðað við apríl á síðasta ári. Norski markaðurinn hefur vaxið mest að hans sögn.
Hvað varðar stærðina þá virðast norskar konur gera mestar kröfur. Kjelsmark sagði að í skandinavísku löndunum sé vinsælast að kaupa 19 sm titrara en norskar konur skeri sig úr því 23,5 sm titrari sé sérstaklega vinsæll hjá þeim. Á fyrsta ársfjórðungi keyptu norskar konur samtals 525 metra af titrurum.