Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar sem var gerð af University of Chicago Divinity School and the Associated Press-NORC Center for Public Affairs Research. Niðurstöðurnar benda til að fólk leiti að dýpri merkingu í heimsfaraldrinum. The Guardian skýrir frá þessu.
Samkvæmt niðurstöðunum þá hafa 31%, þeirra sem trúa á guð, sterka tilfinningu fyrir að að veiran sé skilaboð til mannkynsins um að breyta lifnaðarháttum sínum. Sama hlutfall telur að svo geti verið að einhverju leyti. Þeir sem teljast evangelistar eru líklegri en aðrir til að hafa sterka trú á þessu eða 43% á móti 28% kaþólikka og þeirra sem aðhyllast hefðbundna mótmælendatrú.
Svart fólk var líklegra en fólk af öðrum kynþáttum til að segja að það telji veiruna vera skilaboð frá guði.