Húsráð auðvelda fólki daglegt amstur. Þjóðþekktir, lekkerir Íslendingar deila leyndarmálum sínum á bak við ilmandi og skínandi heimili í helgarblaði DV. Einn þeirra er Eilífðarunglingurinn og rapphetjan Erpur Eyvindarson er algjörlega á móti sóun.
„Sjóaravinir mínir kenndu mér að frysta undanrennu/ fjörmjólk áður en hún rennur út á dagsetningu,“ segir Erpur sem drekkur enga aðra mjólk en undan- rennu og fjörmjólk. Hann er einnig lunkinn við að gera gómsætt soð. „Ég sýð öll bein, humarskeljar og slíkt. Ég er því alltaf með besta soð í heimi í frystinum. Bara lúðar nota súputeninga.“