fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

„Önnur lönd hafa kannski arkitektúr en við höfum sögur og bækur.“

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir er viðmælandi Margrétar Gústavsdóttur í helgarviðtali Birtu, fylgiriti helgarblaðs DV. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild sinni hér

Lilja gerir stutt hlé á spjallinu til að útbúa snarl fyrir börnin. Tekur fram agúrku og risastóran gulrótapoka sem var keyptur af ungum íþróttaiðkendum. Sker grænmetið niður í ræmur og ber fram í skálum fyrir krakkana. Býður blaðamanni að smakka og stingur einni upp í sjálfa sig.

Fyrir sextán árum útskrifaðist Lilja með meistaragráðu í alþjóðahagfræði frá hinum virta Columbia-háskóla í New York en áður hafði hún búið í Minnesota þar sem hún lærði þjóðhagfræði og heimspeki. Hún segist hafa mótast mikið af því að alið manninn í þremur heimsálfum, telur það meðal annars hafa kennt henni að hugsa eftir óhefðbundnari leiðum og kannski aðeins út fyrir rammann. Einnig segir hún vinnuna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa haft gríðarleg áhrif á sig sem stjórnmálamann.

„Þar skildi ég til mergjar hversu mikilvægt það er að stýra hagkerfi þjóðarinnar þannig að hún lendi ekki á efnahagsprógrammi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þá erum við búin að fá rauða spjaldið,“ segir hún og bætir við að það hafi verið mikil mildi hversu vel við komumst frá þessu.

„Þrátt fyrir að þetta séu mikil inngrip inn í hagstjórn ríkisins þá gekk þetta vel. Viðbúnaðarlánin fóru í gjaldeyrisforðann og voru greidd upp við fyrsta tækifæri. Starfsfólk sjóðsins reyndist okkur vel en ég varð líka vitni að áhrifum Icesave-deilunnar. Til dæmis innan framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bretar og Hollendingar vildu absolútt að við greiddum þetta, héldu til baka lánafyrirgreiðslum …“ Hún verður alvarleg á svip og gerir skyndilega hlé á máli sínu.

„Nú erum við kannski að festast í fortíðinni. Ég geri það stundum, en þetta hafði bara svo mikil áhrif á mig,“ segir hún og víkur talinu að Evrópusambandinu.

„Þegar Evrópusambandsríkin voru svona harðákveðin í því að við þyrftum að taka á okkur gríðarlegar fjárhagslegar skuldbindingar sem við réðum augljóslega ekki við, þá varð mér fullljóst að Evrópusambandið þyrfti að endurskoða sína stefnu. Sjáið til dæmis Grikkland. Hvernig er hægt að trúa því að grískt efnahagslíf verði sjálfbært þegar skuldir þjóðarinnar eru tæplega 200 prósent af landsframleiðslu, eins og þetta var á tímabili, ég hef ekki trú á því. Ég trúi ekki að það sé hægt að reka hagkerfi í svona mikilli skuldasúpu. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að passa vel upp á ríkisfjármálin. Gæta þess að við eyðum ekki um efni fram og að hagkerfi okkar sé sjálfbært.“

Unun af bókmenntum gerði Íslendinga að efnaðri þjóð

Frá lokum síðari heimsstyrjaldar og fram að hruni hafa Íslendingar verið mikið efnishyggjufólk.
Á margan hátt virðist þjóðin hafa þurft að taka út harkalegan þroskakipp (ef svo mætti að orði komast, ) með hruninu til að skammast sín ekki fyrir að kaupa notaðan varning eða nota almenningssamgöngur. Eitthvað sem alltaf hefur þótt sjálfsagt á öðrum Norðurlöndum. Hvaða hugrenningar hefur Lilja í þessu samhengi?

„Íslendingar voru auðvitað alveg sárafátækir í margar aldir. Við áttum ekki neitt. Svo fórum við of geyst en nú held ég að við viljum aðallega hafa eitthvert bakland. Við viljum eiga okkur sjálf. Það vilja allir eiga sig sjálfir,“ segir hún og nefnir í þessu samhengi það sem hún vill meina að sé stærsti menningararfur þjóðarinnar. Bóklæsi og auðugt tungumál. Hún segir, að þrátt fyrir hamfarir og sára fátækt, hafi almennt læsi og unun af bókmenntum gert okkur móttækileg og með á nótunum.

„Það var enginn sem skipaði okkur að lesa og skrifa sögur, þetta er okkar þjóðareinkenni og um leið gersemi. Það er nefnilega mín staðfasta trú að almennt læsi þjóðarinnar hafi örvað skapandi hugsun og hjálpað okkur að ná tökum á ákveðnum vinnubrögðum og skipulagi sem síðar skilar sér í góðum efnahag.“
Lilja á ekki langt að sækja ást sína á bókum. Foreldrar hennar störfuðu bæði lengi vel á Tímanum sáluga, móðir hennar í umbroti og faðir hennar sem blaðamaður. Síðar starfaði móðir hennar hjá Odda og í Bókaprenti.

„Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir því hvað þjóðin okkar er skapandi þegar kemur að bóka- og blaðaútgáfu. Önnur lönd hafa kannski arkitektúr en við höfum sögur og bækur. Þetta er okkar menningararfur og hann ber að varðveita. Þess vegna talaði ég fyrir því að láta afnema bókaskattinn. Við eigum að gera rekstrarumhverfið enn betra, af því það er svo mikill auður þarna. Sumir sögðu við mig „heyrðu þetta er ekkert Framsóknarmál Lilja mín, þetta er ekki okkar fólk sem er þarna“ en ég tek ekki þátt í þannig pólitík. Ég geri það sem ég trúi á. Það sem ég tel að sé rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna