fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

„Ef ekki verður tekið á málum strax, mun þjóðin fá það í bakið síðar meir“

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 16. maí 2020 17:10

Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland. Mynd /Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða geðheilbrigðismála á Íslandi hefur lengi þótt afgangsstærð og málaflokkurinn ekki fengið þá athygli og það fjármagn frá heilbrigðisyfirvöldum sem hann á skilið. Áætlað er að heilbrigðisyfirvöld veiti um 10 prósentum af heildarútgjöldum sínum til geðheilbrigðismála. Ekki er hægt að fyllast sérstakri bjartsýni um að það breytist á næstunni, þó sjaldan hafi þótt meira tilefni til, vegna áhrifa Covidkreppunnar.

Verður áfram rifist um peninga

Einar Þór Jónsson er formaður Geðhjálpar, en samtökin vinna að því að bæta hag fólks með geðraskanir og geðfötlun. Hann segir í helgarblaði DV að fleiri hafi leitað til samtakanna en áður strax í mars og vonar að málaflokkurinn fái þá athygli stjórnmálamanna sem hann eigi skilið:

„Sjálfur kýs ég að horfa á ljósið í myrkrinu, þó svo útlitið sé dökkt núna. Ég trúi því samt að skilningur og velvild aukist fyrir okkar málaflokki í framhaldinu, en auðvitað verður áfram rifist um peninga. Ég held að maður verði að vera raunsær og búast við niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og á fleiri stöðum. Maður veit ekkert hvernig haldið verður á málum en auðvitað vonar maður að stjórnmálamenn átti sig á því að forvarnir í geðheilbrigðismálum hafa aldrei verið mikilvægari en einmitt nú. Það höfum við lært frá bankahruninu, að ef ekki verður tekið á málum strax, mun þjóðin fá það í bakið síðar meir, með miklu meira umfangi og kostnaði en ella.“

Þetta er brot úr umfjöllun Eyjunnar um geðheilbigðismál á tímum Covidkreppu í helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni