fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

Kettlingur Jóhanns Páls féll út um glugga á 3. hæð

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 3. nóvember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Jóhann Páll Valdimarsson, fyrrum útgefandi Forlagsins, er auk þess að vera aðdáandi bóka og ljósmyndunar, mikill aðdáandi katta og kattavinur. Í gær birti hann stöðuuppfærslu á Facebook, þar sem hann sagði frá að kettlingurinn hans hefði fallið út um glugga á þriðju hæð. Betur fór þó en á horfðist í fyrstu, þökk sé Facebook og tengslanetinu þar.

Við gefum Jóhanni Páli orðið:

„Ég hef mínar efasemdir eins og fleiri um ágæti Facebook. En ég er þakklátur fyrir miðillinn í dag. Við uppgötvum kl. 7 í morgun að kettlingurinn hafði fallið út um glugga á 3. hæð. Í skelfingu fór ég út og bjóst allt eins við að hann væri dáinn eða stórslasaður á gangstéttinni. Svo var ekki þannig að ég leitaði í nágrenninu og lýsti undir bíla. Leitin bar ekki árangur og kl. 8 setti ég inn neyðarkall á Facebook. Eftir örfáar mínútur var athygli mín vakin á myndum af ketti sem fannst um miðnættið í nótt vælandi og blóðugur í götu ekki mjög fjarri. Ég sendi messengerskilaboð á stúlku sem hafði sett inn myndirnar og hún svaraði um hæl þó við værum ekki vinir á Facebook. Hún hafði tekið kettlinginn heim til sín þar sem hann gisti hjá henni og systur hennar og tveimur heimilisköttum. Ég fór í snarhasti heim til þeirra og endurheimti köttinn. Létti fjölskyldunnar verður varla lýst í orðum. Meiðslin voru smávægileg og nú liggur hann í makindum hjá eldri kettinum en allur vindur úr okkur hjónum sem erum full þakklætis í garð almættisins, systranna og Facebook.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ummæli Arnórs í viðtali á Íslandi rötuðu fljótt til vinnuveitenda hans – „Á aldrei að ganga svo langt að jafn vel gefinn drengur og Arnór þurfi að lenda í þessari aðstöðu“

Ummæli Arnórs í viðtali á Íslandi rötuðu fljótt til vinnuveitenda hans – „Á aldrei að ganga svo langt að jafn vel gefinn drengur og Arnór þurfi að lenda í þessari aðstöðu“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eru í miklu sambandi við Trent sem er opinn fyrir því að fara

Eru í miklu sambandi við Trent sem er opinn fyrir því að fara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hörður hafði vart undan við að eyða líflátshótunum og ógeðfelldum ummælum – „Djöfull er þetta lasið“

Hörður hafði vart undan við að eyða líflátshótunum og ógeðfelldum ummælum – „Djöfull er þetta lasið“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.