fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Kettlingur Jóhanns Páls féll út um glugga á 3. hæð

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 3. nóvember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Jóhann Páll Valdimarsson, fyrrum útgefandi Forlagsins, er auk þess að vera aðdáandi bóka og ljósmyndunar, mikill aðdáandi katta og kattavinur. Í gær birti hann stöðuuppfærslu á Facebook, þar sem hann sagði frá að kettlingurinn hans hefði fallið út um glugga á þriðju hæð. Betur fór þó en á horfðist í fyrstu, þökk sé Facebook og tengslanetinu þar.

Við gefum Jóhanni Páli orðið:

„Ég hef mínar efasemdir eins og fleiri um ágæti Facebook. En ég er þakklátur fyrir miðillinn í dag. Við uppgötvum kl. 7 í morgun að kettlingurinn hafði fallið út um glugga á 3. hæð. Í skelfingu fór ég út og bjóst allt eins við að hann væri dáinn eða stórslasaður á gangstéttinni. Svo var ekki þannig að ég leitaði í nágrenninu og lýsti undir bíla. Leitin bar ekki árangur og kl. 8 setti ég inn neyðarkall á Facebook. Eftir örfáar mínútur var athygli mín vakin á myndum af ketti sem fannst um miðnættið í nótt vælandi og blóðugur í götu ekki mjög fjarri. Ég sendi messengerskilaboð á stúlku sem hafði sett inn myndirnar og hún svaraði um hæl þó við værum ekki vinir á Facebook. Hún hafði tekið kettlinginn heim til sín þar sem hann gisti hjá henni og systur hennar og tveimur heimilisköttum. Ég fór í snarhasti heim til þeirra og endurheimti köttinn. Létti fjölskyldunnar verður varla lýst í orðum. Meiðslin voru smávægileg og nú liggur hann í makindum hjá eldri kettinum en allur vindur úr okkur hjónum sem erum full þakklætis í garð almættisins, systranna og Facebook.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.