fbpx
Laugardagur 29.mars 2025

30 ár á milli þeirra – Kynntust nakin og giftust nakin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 15. maí 2020 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nigel, 59 ára, og Rachel Seymor, 30 ára, eru bæði naturistar eða núdistar (e. nudists). Naturismi/Núdismi er þegar einstaklingur eða hópar stunda það að vera nakin á opinberum vettvangi þar sem nekt er leyfileg.

Nigel og Rachel kynntust árið 2017. Þau hittust í fríi fyrir núdista og leið ekki að löngu þar til rómantíkin varð allsráðandi.

Aðeins sex mánuðum eftir að þau kynntust fór Nigel á skeljarnar, nakinn auðvitað, fyrir framan 400 nakta einstaklinga, en þau voru þá stödd á viðburði með breska samfélagi núdista.

Parið ákvað að halda sig við þemað og giftast nakin, umkringd naktri fjölskyldu sinni og vinum.

Nigel fór á skeljarnar, nakinn.

Fullkomlega rökrétt

Nigel og Rachel eiga saman eins árs son. Hann var viðstaddur brúðkaupið í fyrra.

„Það var fullkomlega rökrétt að halda nakið brúðkaup, þá þurfti ég ekki að eyða 180 þúsund krónum í kjól,“ segir Rachel við The Sun.

„Það er alveg jafn töfrandi upplifun að giftast nakin, umkringd fjölskyldu og vinum. Þetta var mjög frelsandi. Við kynntumst nakin, Nigel bað mín nakinn og við giftumst nakin. Þetta lokaði þeim kafla.“

Parið giftist fyrst við löglega athöfn, fullklædd. En síðan endurtóku þau leikin, nakin.

„Við elskuðum hverja mínútu,“ segir Rachel.

Þau fundu meira að segja embættismann sem var tilbúinn að gifta þau án klæða.

Alltaf verið svona

Nekt hefur ávallt verið hluti af lífi Rachel. Faðir hennar, Harvey Allen, 74 ára, er núdisti og var ljósmyndarinn í brúðkaupinu.

Nigel byrjaði frekar seint á ævinni að taka þátt í þessum lífsstíl. Fyrir níu árum fækkaði hann fyrst klæðum til að komast yfir neikvæða líkamsímynd.

„Við elskum bæði nekt. Útlit, stærð, litur, atvinna, það skiptir engu máli.  Við erum öll jöfn þegar við erum nakin, og enginn dæmir þig.“

Parið er mestmegnis nakið heima, sérstaklega nú þegar samkomubann gildir. Þau eru einnig með lítinn og lokaðan garð þar sem þau geta verið nakin í friði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lét 19 ára strák heyra það áður en hann var rekinn – ,,Hver heldurðu að þú sért?“

Lét 19 ára strák heyra það áður en hann var rekinn – ,,Hver heldurðu að þú sért?“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Aðalliðið niðurlægt af unglingunum og fengu ekkert frí

Aðalliðið niðurlægt af unglingunum og fengu ekkert frí
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kona segist hafa verið neydd með ofbeldi til að taka þátt í stórfelldu fíkniefnabroti en var samt sakfelld

Kona segist hafa verið neydd með ofbeldi til að taka þátt í stórfelldu fíkniefnabroti en var samt sakfelld
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun