fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Mazda þarf að fá 400 milljarða að láni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. maí 2020 19:00

Mazda á í erfiðleikum. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanski bílaframleiðandinn Mazda er eins og mörg önnur fyrirtæki í vanda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fyrirtækið hefur neyðst til að loka verksmiðjum tímabundið og bílasala hefur dregist mikið saman. Fyrirtækið hefur nú sótt um að fá um 300 milljarða jena, sem svara til um 400 milljarða íslenskra króna, að láni hjá þremur stærstu bönkum Japans.

Reuters segir að lánin eigi að hjálpa fyrirtækinu að komast í gegnum heimsfaraldurinn. Fram kemur að bankarnir hafi nú þegar samþykkt að lengja í lánum fyrirtækisins og reiknað er með að aðrir lánveitendur muni einnig gera það.

Samdráttur hafði orðið í sölu Mazdabifreiða áður en heimsfaraldurinn skall á.

Aðrir bílaframleiðendur eiga einnig í vök að verjast vegna heimsfaraldursins. Tesla hefur til dæmis sótt um lán upp á sem nemur um 80 milljörðum íslenskra króna til að tryggja starfsemi sína í Shanghai í Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann