Það er óhætt að segja að það sé kuldalegt umhverfið í Fljótunum þótt komið sé fram í miðjan maí. María Gunnarsdóttir, ljósmyndari, var á ferðinni þar um slóðir í morgun, notaði tækifærið og fangaði þessa fallegu mynd. Eins og sjá má er Miklavatnið nánast þakið ís. Þess má geta að á sama tíma í fyrra var engin ís á vatninu og mun minni snjór á svæðinu.
Kuldatíðinni lýkur að lokum og þangað til verður að sýna þolinmæði. Veðurspáin á þessum slóðum næstu daga gerir ráð fyrir frekar köldu veðri. Eftir helgina er búist við að fari að hlýna.