fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Eyjan

Bókhaldsmisræmi RÚV alls 44 milljónir – Kallað eftir ábyrgð ráðherra – „Túlkun þeirra á reglunum er mjög sérstök“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. maí 2020 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókhald RÚV um kaup efnis af innlendum framleiðendum árið 2019 stemmir ekki við útreikninga Fréttablaðsins. Hljómar misræmið upp á 44 milljónir króna.

Í þjónustusamningi RÚV við mennta- og menningarmálaráðuneytið kemur fram að RÚV þurfi að ná lágmarksviðmiðum í kaupum af innlendum sjálfstæðum framleiðendum.

RÚV náði ekki þessum viðmiðum í fyrra, samkvæmt gögnum sem Fréttablaðið fékk afhent í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál, eftir að RÚV neitaði að afhenda gögnin á þeim forsendum að í þeim kæmu fram upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðsemjenda sinna.

RÚV var skylt að verja minnst 11% af heildartekjum sínum til kaupa á utanaðkomandi framleiðslu samkvæmt samningnum. Heildartekjur RÚV á síðasta ári voru 6.87 milljarðar, en stofnunin varði einungis 722 milljónum króna til kaupa efnis af innlendum sjálfstæðum framleiðendum samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins, sem er undir viðmiðinu

Hins vegar segir í ársskýrslu RÚV fyrir 2019 að þessi upphæð sé 766 milljónir, sem er yfir títtnefndu viðmiði og 44 milljónum meira en útreikningar Fréttablaðsins segja til um.

Fréttablaðið segist engar skýringar hafa fengið hjá RÚV vegna þessa, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir.

Vill ekki fullyrða um skjalafals

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður, hefur löngum verið gagnrýninn á starfsemi RÚV. Hann sagði við Eyjuna að ekki væri hægt að fullyrða um skjalafals eða aðra ólögmæta háttsemi hjá stofnuninni:

„Ég myndi ekki vilja taka svo sterkt til orða að huglæg skilyrði skjalafalsbrot væru uppfyllt. En túlkun þeirra á reglunum er mjög sérstök.“

Brynjar kallar eftir ábyrgð ráðherra en telur það ólíklegt að málið fari lengra og lendi jafnvel fyrir dómstólum:

„Hef ekki hugmynd. Tel það ólíklegt. Sumar stofnanir ríkisins og fyrirtæki í þess eigu hafa getað hagað sér eins og þeim sýnist og án þess að nokkur beri ábyrgð eða yfirhöfuð sé brugðist við því. Að mínu mati verður ráðherrann að bregðast við nema vilji hans sé í samræmi við túlkun og háttsemi RÚV. Mér finnst að ráðherra eigi að taka málið tíl sín ef hann telur þessa túlkun ekki í samræmi við þjónustusamninginn, eða taka af öll tvímæli af í nýjum samningi. Hann ber ábyrgð á þessari stofnun.“

Eru verktakar sjálfstæðir framleiðendur ?

Mögulega er um skilgreiningarvanda að ræða, en fjölmiðlanefnd hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort verktakar teljist til sjálfstæðra framleiðenda, því nefndin hafi ekki sundurliðaðar upplýsingar frá RÚV um kaup þeirra frá sjálfstæðum framleiðendum, né upplýsingar um að verktakavinnan við einstaka dagskrárliði sé hluti af yfirlitinu sem fjölmiðlanefnd fær frá RÚV.

Sjálft skilgreinir RÚV sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis“ eða „umsjónarmanns eða framleiðanda efnis.“

Að mati Fjölmiðlanefndar þarf sjálfstæður framleiðandi hins vegar að vera fyrirtæki, til að falla undir skilgreininguna.

Fréttablaðið hefur eftir Sigríði Mogensen, sviðstjóra hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, að vinnubrögð RÚV orki tvímælis, en RÚV flokkar greiðslur til þáttastjórnenda í þáttum framleiddum af RÚV, sem sjálfstæða framleiðslu:

„Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskiptasambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Við höfum efasemdir um að þetta samræmist upprunalegu markmiði ríkisins um að efla sjálfstæða framleiðslu. RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“

Í frétt Fréttablaðsins má sjá yfirlit yfir kaup RÚV af sjálfstæðum framleiðendum fyrir árin 2016 -2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra