fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Eyjan

Er þetta raunverulega ástæðan fyrir hörkunni í kjaraviðræðum Icelandair ?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. maí 2020 09:40

Mynd: Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hækkandi einingarkostnaður gæti verið ástæðan fyrir því að Icelandair beiti slíkri hörku við að semja við flugmenn og flugfreyjur, þar sem forsvarsmenn félagsins hafa ekki trú á að farþegatekjur félagsins nái aftur sömu hæðum og þegar félagið var rekið með hagnaði.

Þetta segir í fréttaskýringu Kristjáns Sigurjónssonar á vef Túrista.is.

Hann segir hörkuna í kjaraviðræðunum til marks um að einingakostnaður Icelandair sé vandamál í augum stjórnenda félagsins, en forsvarsmenn félagsins hafa sjálfir sagt að ná þurfi niður launakostnaði til að gera félagið fýsilegt í augum fjárfesta í komandi hlutafjárútboði.

Hafa forsvarsmenn Icelandair lagt allt kapp á að samningar náist fyrir 22. maí, þegar hluthafafundur félagsins fer fram. Eru viðræður sagðar á góðu skriði við flugmenn, en annað er uppi á teningnum í viðræðunum við flugfreyjur.

Hafa misst flugið

Á vef Túrista segir þó að Icelandair hafi misst flugið þegar kemur að einingatekjum. Árið 2015, sem var metár, hafi einingatekjurnar verið 7,3 dollarar. Ári seinna voru þær 6,9 dollarar og 6,4 dollarar 2017. Reksturinn var þá réttu megin við núllið en tekjur á hvern floginn kílómetra höfðu lækkað um 12 prósent á þessum tveimur árum.

Árið 2018 stóðu einingatekjurnar í stað, en félagið tapaði tæpum sjö milljörðum, sem skýrist af gengi, kjarabótum og samkeppni frá WOW, en það ár sagði forstjórinn Björgólfur Jóhannsson af sér vegna mistaka í sölustarfi og leiðakerfi.

Taprekstur Icelandair í fyrra var um sjö milljarðar en þá hækkaði einingakostnaður upp í 6,6 dollara. Kristján segir þá tölu varla marktæka, þar sem skaðabætur vegna MAX vélanna frá Boeing hafi verið færðar inn sem farþegatekjur, en upphæðin hefur ekki verið gerð opinber. Segir Kristján að því megi fastlega gera ráð fyrir að einingatekjurnar hafi í raun verið mun lægri.

Einingatekjur eru reiknaðar með því að deila farþegatekjum milli ára niður á flogna kílómetra í áætlunarflugi.

Látið gossa ?

Eyjan greindi frá því í gær að raddir væru uppi meðal flugmanna, að hópur innan Icelandair hefði í hyggju að láta félagið verða viljandi gjaldþrota, því þannig mætti komast hjá dýrum kjarasamningum og freista mætti þess að kaupa dýra innviði félagsins á spottprís af þrotabúinu. Prófessor í hagfræði sagði slíka leið vel raunhæfa, það væri bara spurning um hvernig menn reiknuðu sig á hagstæða niðurstöðu.

Orð Bjarna Benediktssonar á þingi í gær eru síst til þess fallin að bera þessa kenningu til baka, en hann sagði stóra verkefnið sem blasti við, vera að byggja upp nýtt flugfélag, tækist Icelandair ekki að bjarga sér út úr fjárhagsvandanum.

[videopress eX7MpvUu]

Þó ber að geta þess að staða Icelandair er það slæm að mögulega ræðst yfirvofandi gjaldþrot þess ekki af meintum vilja forsvarsmannanna, heldur raunstöðu félagsins.

Sjá einnig: Er planið að láta Icelandair fara viljandi í gjaldþrot ? „Algerlega raunhæf hugmynd“ segir hagfræðiprófessor

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni