Eiginkona hans Amanda Kloots skýrði frá því á Instagram í gær að Cordero væri kominn til meðvitundar. Í færslu sinni sést hún tala til sonar síns og segja honum að pabbi sé vakandi en hann sé mjög veikburða og það krefjist mikillar orku að opna og loka augunum.
Hann á enn langt í land með að ná bata og er rétt farinn að geta brugðist við fyrirmælum lækna.
Læknar neyddust til að aflima hann vegna mikillar blóðsöfnunar í fótunum á meðan hann var í öndunarvél. Auk þess fékk hann hjartastopp og sveppasýkingu í lungun.
Kloots segist ekki vita hvar Cordero smitaðist en hann glímdi ekki við nein heilsufarsvandamál áður.
„Þetta leggst ekki bara á gamalt fólk. Þetta er raunveruleikinn. Algjörlega heilbrigður 41 árs maður.“
Sagði hún.