Það er ekki langt síðan ísinn fór á Hreðavatni í Borgarfirði og vatnið er ennþá verulega kalt. Veiðimenn sem kíktu þangað í vikunni urðu litið varir en það þarf ekki marga hlýja daga til að allt komist af stað þar í veiðinni.
Fuglalífið er að komast á fleygiferð við Hreðavatn og tegundirnar margar og erfitt að þekkja þær allar en það kemur allt æfingunni.
Þegar frýs nótt eftir nótt er ekki von á góðu við vötnin. ,, Við fórum í Hliðarvatn í Hnappadal um daginn og fengum nokkra fiska feðgarnir það var fínt bara,“ sagði Marteinn Jónasson um veiðiturinn og þeir verða fleiri goðir veiðidagarnir þegar hlýnar á næstunni.
Mynd. Rennt fyrir fisk i Hreðavatni fyrir fáum dögum.