Hárgreiðslumaðurinn Brad Mondo heldur úti vinsælli YouTube-síðu með yfir 4,8 milljón fylgjendur. Vinsælustu myndbönd hans er þegar hann bregst við mistökum annarra.
Fjöldi fólks hefur stigið út fyrir þægindaramman og litað hárið sitt heima vegna ástandsins sökum COVID-19. Það hefur því miður ekki heppnast vel hjá öllum eins og sést í nýjasta myndbandi Brad Mondo.
Hann horfir á myndbönd af konum aflita hárið sitt heima og mistakast skelfilega. Ef það er eitthvað sem við getum lært af þeim ótal mörgu myndböndum sem Brad hefur gert um aflitunarmistök annarra, er að aflita ekki hárið okkar heima fyrir.