fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Egill Helgason segir síðasta ár hafa verið erfitt: Kvíðinn er helvítis melur

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 12. maí 2020 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason fjölmiðlamaður hefur tekið rimmur við kvíðaröskun og þunglyndi í gegn um árin. Hann opnar sig um þessi mál í nýrri færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli og fólk ýmist sendir honum batakveðjur eða segist sjálft tengja sterkt við lýsingu hans á veikindunum. 

Eigin fangi og fangavörður

Færslan er svohjóðandi:

„Kvíði er helvítis melur. Því er líkast að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjunar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni. Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram.“

Þrúgandi skömmin sem fylgir

Í samtali við DV segir Egill að síðasta ár hafi verið sérlega erfitt, allt frá apríllokum í fyrra. Hann hafi verið farinn að ná sér á strik en síðan dottið í slæma niðursveiflu. 

Egill vekur athygli á þeirri einsemd og bjargarleysi sem gjarnan fylgir þunglyndi, en líka skömminni við það að maður sé að bregðast ekki bara sínum nánustu heldur öllu og öllum – sjálfum sér og vinnunni og kröfunum sem maður heldur að fólk geri til manns.

Hann segist hafa notað ýmsar leiðir í baráttunni, bæði lyf og hugleiðslu, en leiðin upp á við geti verið torfarin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu