fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Telja aðgerðir Boga Nils vera brot á lögum – Sjáðu samninginn sem hann sendi beint á flugmenn

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 21:48

Bogi Nils Bogason. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og alþjóð veit standa Icelandair og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í samningaviðræðum um kjör flugmanna. Samningarnir virðast ganga brösulega, en samkvæmt heimildum DV gekk samninganefnd Icelandair af fundi sem fór fram fyrir tveimur dögum.

Þá hefur DV einnig heimildir fyrir því að  Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafi mótmælt samningafundunum og ekki viljað aðkomu samninganefndar Icelandair. Það hafi aðilar innan samninganefndar Icelandair ekki sætt sig við og látið Boga vita að þeir störfuðu ekki í hans umboði, heldur stjórnar Icelandair.

Sniðgekk samninganefndir

Nokkrir flugmenn hafa  staðfest í samtali við DV að Bogi hafi brugðist við með því að senda tillögur sínar beint til flugmanna félagsins og þannig sniðgengið samninganefndir FÍA og Icelandair.

Fáir flugmenn efist þó um hvar umboðið liggi í raun og því sé um vindhögg að ræða hjá Boga, ekki síst þar sem framganga hans er talin brjóta gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938.

Ekki náðist í Boga Nils Bogason við gerð þessarar fréttar, né í forsvarsmenn FÍA.

Uppfært – Bogi sagðist vonast til að samið yrði fyrir 22. maí, en þá fer fram hlutahafafundur Icelandair. Þetta kemur fram í frétt mbl.is

Tilboðið sem Bogi sendi til flugmanna Icelandair má lesa hér: Tilboð frá Boga

Breytingatillaga að kjarasamningi Icelandair og FÍA má lesa hér: Breytingatillaga Icelandair

DV hefur einnig undir höndum eftirfarandi tölvupóst sem FÍA sendi flugmönnum eftir umræddan fund. Í póstinum segir að Icelandair hafi slitið óformlegum samningaviðræðum og að félagið hafi ekki sýnt neinn samningsvilja, heldur boðið sömu kjörin aftur og aftur.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur