fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Fegurðardrottningar sem leituðu á önnur mið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. maí 2020 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar íslenskar fegurðardrottningar hafa kosið að vera áfram í sviðsljósinu og notað keppnirnar sem stökkpall á annan vettvang.

Fyrsta fegurðarsamkeppnin var haldin á íslandi árið 1950 þegar myndhöggvarinn Kolbrún Jónsdóttir var valin ungfrú Ísland. Stúlkan sem er valin fegurst hverju sinni fer og keppir í keppnum erlendis, eins og Ungfrú heimi og Ungfrú alheimi. Hér má líta nokkrar fegurðardrottningar sem hafa verið áberandi í íslensku þjóðfélagi fyrir meira en aðeins fegurðina.

Bryndís Schram.
Bryndís Schram. Skjáskot/Tímarit.is

Bryndís Schram

Bryndís Schram var kjörin fegurðardrottning Íslands árið 1957. Þá var hún aðeins nítján ára gömul og stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík. Síðan þá hefur Bryndís Schram verið umsjónarkona Stundarinnar okkar, leikkona og iðin í leikhúsgagnrýni.

Linda Pétursdóttir.
Linda Pétursdóttir.

Linda Pétursdóttir

Árið 1988 var Linda Péturs kjörin ungfrú Austurland, ungfrú Ísland og að lokum ungfrú heimur. Eftir að Linda setti kórónuna upp í hillu sneri hún sér að heilsugeiranum og stofnaði líkamsræktarstöð fyrir konur undir nafninu Baðhúsið.

Seinna meir stækkaði hún veldið ásamt Sævari bróður sínum og við bættust Þrekhúsið og Sporthúsið. Haustið 2018 tók Linda við stjórn Miss World á Íslandi. Í dag starfar hún sem lífsstíls- og megrunarráðgjafi á lindape.com þar sem hún selur einnig fatnað og silkigrímur sem hún hannar.

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir.
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir.

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir

Hrafnhildur Hafsteins var nítján ára þegar hún var valin ungfrú Ísland árið 1995. Hrafnhildur er hæfileikarík og hefur unnið hin ýmsu störf svo sem verið framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) í þrjú ár. Í dag er hún markaðs- og gæðastjóri hjá Hjallastefnunni. Hrafnhildur er gift tónlistarmanninum Bubba Morthens og saman eiga þau alls sex börn.

Ragnhildur Steinunn.
Ragnhildur Steinunn.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir

Ragnhildur Steinunn var 21 árs þegar hún var kjörin ungfrú Ísland árið 2003. Síðan þá hefur hún verið ein ástsælasta sjónvarpskona þjóðarinnar og er í dag aðstoðardagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Ragnhildur þakkar þó ekki keppninni fyrir afrek sín og sagði í viðtali við Vísi árið 2013 að keppnin hefði ekki skapað nein sérstök tækifæri fyrir sig, frekar að keppnin hefði verið henni til trafala. Ragnhildur er lærður sjúkraþjálfari, hefur gefið út bækur, er fjögurra barna móðir og hin íslenska ofurkona

Mynd: Eyþór Árnason

Manuela Ósk

Manuela Ósk var var átján ára gömul þegar hún var valin fegursta kona Íslands árið 2002. Hún var eftirminnileg lokakvöldið, í rauðum kjól sem  hnefaleikakappinn Mike Tyson gaf henni. Undanfarin ár hefur Manuela getið sér gott orð sem samfélagsmiðlastjarna, framkvæmdastjóri og eigandi Miss Universe Iceland. Hún sló í gegn í Allir geta dansað á Stöð 2 í haust og fann ástina í örmum Jóns Eyþórs Gottskálkssonar dansara.

Kolbrún Pálína Helgadóttir

Kolbrún Pálína, fjölmiðlakona og framleiðandi, vann Ungfrú ísland.is 2001 en hún var krýnd af söngvaranum Sir Bob Geldof. Kolla, eins og hún er kölluð, er meðal annars menntaður einkaþjálfari og förðunarmeistari og starfaði við hvoru tveggja um hríð samhliða fyrirsætustörfum hérlendis og erlendis áður en blaðamennskan tók við. Kolla hefur bæði starfað sem blaðakona á DV, ritstjóri Nýs Lífs, Lífsins á Fréttablaðinu sem og Eftirvinnu, sérblaði Viðskiptablaðsins.  Kolbrún er einn höfunda sjónvarpsþáttanna Ást sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans á síðasta ári.

Birna Bragadóttir.
Birna Bragadóttir.

Birna Bragadóttir

Birna Braga er engin smá kona. Hún var kosin ungfrú Norðurlönd 1994 og keppti fyrir hönd Íslands í Miss World. Hún varð fyrir því óláni að vera rænd í Suður-Afríku þar sem keppnin fór fram. Þjófarnir stálu þjóðbúningi, kvöldklæðnaði, skarti og snyrtivörum. Allt kom þó í leitirnar daginn eftir, nema skartgripirnir. Birna er mikill meistari og lét athyglina ekki stíga sér til höfuðs og sagði meðal annars í viðtali við Morgunblaðið eftir að keppni lauk, aðspurð um hvernig væri að koma aftur niður á jörðina: „Ég hef alltaf haldið mig þar.”

Birna er afrekskona í íþróttum og synti nýverið yfir Ermarsund ásamt vinkonum sínum í hópnum Marglytturnar. Birna hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Sandhotel, starfsþróunarstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og við mannauðs-, fræðslu- og þjónustustjórn hjá Icelandair, en í dag er hún meðeigandi og ráðgjafi hjá Capacent. Birna er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands.

Fanney Ingvarsdóttir ásamt systur sinni.
Fanney Ingvarsdóttir.

Fanney Ingvarsdóttir

Fanney Ingvars var ungfrú Ísland árið 2010. Síðan hefur hún látið til sín taka sem áhrifavaldur og bloggari á Trendnet.is. Fanney var framkvæmdastjóri Ungfrú Íslands um tíma áður en hún sneri sér að öðrum verkefnum. Hún hefur hannað fatalínu í samstarfi við Gallerí 17 og skartgripalínu með My Letra.

Mynd: TanjaYr.is
Tanja Ýr Ástþórsdóttir fyrir miðju.

Tanja Ýr Ástþórsdóttir

Tanja Ýr var kosin ungfrú Ísland árið 2013 og keppti fyrir hönd Íslands í Ungfrú heimi. Í kjölfarið stofnaði Tanja Ýr fyrirtækið Tanja Yr Cosmetics og hannaði gerviaugnhár. Fyrstu augnhárin skírði hún eftir vinkonum sínum úr Ungfrú heimi. Síðan þá hefur Tanja Ýr stofnað fleiri fyrirtæki og notið mikilla vinsælda sem áhrifavaldur.

Arna Ýr Jónsdóttir.

Arna Ýr Jónsdóttir

Arna Ýr var kjörin ungfrú Ísland árið 2015 og Miss Universe Iceland árið 2017. Hún var krýnd Miss Euro árið 2016. Arna Ýr byggði upp stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum og var að gera það gott sem áhrifavaldur þegar hakkari lokaði síðunni hennar í byrjun árs 2020. Arna Ýr stofnaði fyrirtæki fyrir stuttu

Magnaðar og metnaðarfullar konur sem þú vissir ekki að kepptu í Ungfrú Ísland:

Sigríður Margrét Oddsdóttir, fyrrverandi forstjóri SkjásEins, já og nú framkvæmdastjóri Lyfju.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar.

Andrea Róbertsdóttir, athafnakona og femínisti.

Alexía Björg Jóhannesdóttir, leikkona.

Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni