fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Eyjan

Ragnar biður Maríu afsökunar – „Hefði kannski frekar átt að nota orðið spilling“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. maí 2020 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, biður Maríu Stefánsdóttur, sölustjóra Icelandair, afsökunar í dag vegna pistils síns um Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair en Bogi taldi starfsfólkið helstu fyrirstöðu þess að félaginu yrði bjargað.

Ragnar spurði á móti hvort stjórnendur félagsins væru fyrirstaðan og talaði um stjórnendaklíku félagsins sem væri viðriðinn milljarðaskandala vegna Landsímareitsins.

María skrifaði pistil til varnar Boga og Icelandair og sagði snúið út úr orðum Boga. Gagnrýndi hún Ragnar Þór harðlega fyrir skrif sín, sem hún sagði árásir.

Sjá nánar: Segir stjórn Icelandair til syndanna:„Málið snýst um það sem fáir virðast þora að segja“
Sjá nánar: María segir „árásir“ Ragnars gegn Boga vera útúrsnúninga

Tekur undir orð Maríu

Ragnar segist taka undir að ummæli Boga hefðu verið oftúlkuð:

„En María er stjórnandi, kannski ekki sú gerð stjórnanda sem ég átti við í pistli mínum og bið ég hana innilega afsökunar á því. Það var þó viðbúið að stjórnendur bregðist við með einhverjum hætti og get ég tekið undir orð Maríu að túlka mætti orð forstjórans á þá vegu sem hún lýsir. Og vert að taka fram að formaður VR er ekki hafin yfir gagnrýni frekar en aðrir í þjóðfélaginu og vil ég nota tækifærið og hrósa henni fyrir góðan pistil þó ég sé ekki sammála öllu sem hún skrifar.“

Hefði átt að tala um spillingu

Ragnar Þór ítrekar síðan orð sín um stjórnendaklíku Icelandair og bætir í ef eitthvað er og segist eflaust hafa átt að tala um spillingu í staðinn:

„Þegar ég skrifaði um stjórnendaklíku átti ég t.d. við þegar Björgúlfur Jóhannsson steig til hliðar til að axla ábyrgð á slæmri stöðu félagsins, á mesta góðæristíma flugsögunnar, og rétti kyndilinn yfir í vinstri höndina sem núverandi forstjóri var á þeim tíma. Björgólfur var líka formaður SA en hann hafði einmitt kippt til sín lykilmönnum úr Icelandair þeim Halldóri Benjamín og Davíð Þorlákssyni frá Icelandair til SA en þessir stjórnendur báru t.d. ábyrgð á Lindarvatns skandalnum á Landssímareitnum þar sem Icelandair keypti eigin viðskiptavild fyrir tæplega tvo milljarða sem flokksvinir þeirra högnuðust gríðarlega á. Þetta kallast klíkustjórnun í mínum bókum. Ég hefði kannski frekar átt að nota orðið spilling og biðst afsökunar á því. Ég gæti svo skrifað sérstakan pistil um klíkuna í kringum æðstu stjórnendur ef þess er sérstaklega óskað og færa frekari rök fyrir máli mínu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra