fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Þetta sagði Manshaus þegar hann var handtekinn í moskunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 19:01

Philip Manshaus fyrir rétti. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar vopnaðir lögreglumenn ruddust inn í Al-Noor moskuna í Noregi þann 10. ágúst á síðasta ári var Philip Manshaus, 22 ára, svo útataður í blóði að lögreglumenn töldu að hann hefði verið skotinn en svo var ekki. Mál Manshaus er nú fyrir dómi í Noregi en hann er ákærður fyrir að hafa myrt 17 ára systur sína og fyrir hryðjuverkaárás á moskuna.

Manshaus sagði fyrir dómi í síðustu viku að hann hefði farið inn í moskuna með það að markmiði að drepa eins marga og hann gæti. Skömmu eftir að hann var kominn inn í moskuna yfirbugaði hinn 65 ára Mohammed Rafiq hann. Nokkrum skotum var hleypt af en enginn þeirra þriggja sem voru til staðar urðu fyrir þeim.

Í gær skýrðu lögreglumenn frá aðkomunni á vettvang. Þeir sögðu að mikið blóð hafi verið á Manshaus og hann hafi verið fölur. Þeir hafi því talið hann hefði verið skotinn en svo var ekki, hann hafði fengið skurð á hnakkann.

Manshaus var ekki samvinnuþýður til að byrja með en síðan fór hann að vilja ræða við lögreglumennina. Það fyrsta sem hann sagði þeim var að það væri hættulegt að vera í moskunni og að þeir yrðu að koma sér á brott en skýrði ekki frekar af hverju.

Hann bað síðan lögreglumann um að skoða hendurnar sínar og sagði síðan að þeir væru bræður og aðrir sem væru til staðar væru bara sori. Þar á hann væntanlega við þá skoðun sína að fólk af öðrum kynþáttum en hvítum sé óæðra en Manshaus er heltekinn af öfgahyggju og hatri á minnihlutahópum.

Manshaus segist hafa verið undir áhrifum frá Brenton Tarrant sem myrti 51 í mosku í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin