fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Lögreglan stendur fast á kenningu sinni – Hér var Anne-Elisabeth myrt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 05:33

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen, handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi hennar og morði. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur en það varði aðeins í nokkra daga því Hæstiréttur ógilti úrskurðinn á föstudaginn. Annar maður var handtekinn á miðvikudaginn vegna málsins en hann er grunaður um aðild að málinu. Hann var einnig látinn laus á föstudaginn. Þrátt fyrir þetta vinnur lögreglan út frá þeirri kenningu að Tom hafi átt aðild að hvarfi Anne-Elisabeth og telur sig vita hvar hún var myrt.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér. Þar segir að enn sé unnið út frá þeirri kenningu að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili þeirra hjóna í Lørenskog í útjaðri Osló.

„Lögreglan telur enn að húsið á Sloraveien sé morðvettvangur. Enn á eftir að ljúka fleiri áföngum í rannsókninni.“

Segir meðal annars í fréttatilkynningunni þar sem haft er eftir Haris Hrenovica, saksóknara lögreglunnar, að allt verði gert til að finna Anne-Elisabeth og upplýsa hvað gerðist og hver beri ábyrgð.

Hinn maðurinn, sem var handtekinn, er þrítugur og hefur ákveðin tengsl við Tom Hagen. Þeir funduðu að minnsta kosti tíu sinnum áður en Anne-Elisabeth hvarf frá heimili sínu þann 31. október 2018. Ungi maðurinn er sérfræðingur í rafmyntum. Lögreglan er þess fullviss að hann eigi aðild að hvarfi Anne-Elisabeth.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin