,,Þetta skemmtileg byrjun á veiðisumrinu í Elliðánum á silungasvæðinu en við feðgar fórum fyrir fáum dögum á efsta svæðið,“ sagði Jón Hermannsson sem byrjaði sumarið með syninum fyrir fáum dögum og veiðin gekk vel.
,,Við hófum veiðina rétt fyrir neðan stífluna sem rennur úr Elliðavatni í Höfuðhylinn. Dagur Björgvin, 11 ára, fékk fisk í honum þriggja pund eftir hetjulega baráttu og nokkrar leiðbeiningar frá pabbanum.
Jón sagði að hann hefði fengið tíu mínútum seinna fengið fisk á sama stað, í þetta skiptið var það fimm punda urriði sem barðist um í næstum 30 mínútur og var landað nokkru neðar í anni.
,,Þetta svæði er stór skemmtilegt og tilvalin æfingarvöllur fyrir laxveiðihetjur framtíðarinnar,“ sagði Jón búinn taka aðeins hrollinn úr sér fyrir sumarið.
Veiðin hefur gengið ágætlega í Elliðaánum það sem er og veiðimenn verið að fá flotta urriða.
Mynd. Dagur Björgvin að glíma við urriðan og hann kominn á land. Mynd Jón