,,Við fengum fjóra flotta fiska í Hlíðarvatni Selvogi fyrir skömmu, fjögur pund þann stærsta. Fórum aftur nokkrum dögum seinna og þá var veiðin aðeins minni,“ sagði Friðrik Sigurðsson sem var á bökkum Hlíðarvatn fyrir skömmu.
En veiðin í Hlíðarvatni hefur byrjað vel og núna eru líka komnir yfir 200 fiskar úr vatninu og margir vel vænir. Og fiskurinn er vel haldinn eftir veturinn.
,,Við fengum sex fiska og þetta var gaman, fiskurinn tók vel í,,“ sagði annar veiðimaður sem líka fór í vatnið í byrjuninni.
,,Hlíðarvatn er alltaf skemmtilegt og sérstaklega svona snemma sumars,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur um stöðuna.
Silungsveiðin gengur víða vel eins og Elliðavatni og Vífilsstaðavatni. Það er líka að hlýna.
Mynd. Veiðimaður búinn að koma sér vel fyrir við Elliðavatn fyrir nokkrum dögum. Mynd G.B