fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Kallaður á teppið hjá utanríkisráðherra Ungverjalands

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. maí 2020 12:58

Þórir Ibsen. Mynd- UTR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Péter Szijjártó, utanríkisráðherra Ungverjalands, sakar utanríkisráðherra norðurlandanna um falsfréttir og hræsni vegna bréfs þeirra til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, en þar lýsa þeir áhyggjum sínum af ótakmörkuðu valdi forsætisráðherra Ungverjalands, Viktors Urban, í kjölfar aukinna valdheimilda hans vegna kórónuveirufaraldursins. Ungverska þingið samþykkti í mars að veita Urban ótímabundið tilskipunarvald og þarf ríkisstjórn hans því ekki samþykki á þinginu fyrir neinum aðgerðum sem grípa á til.

Hefur Szijjártó kallað á sendiherra landanna á sinn fund vegna málsins.

Meðal þeirra sem kallaðir eru á teppið er Þórir Ibsen sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi.

Ummælin dæmi sig sjálf

RÚV hefur eftir Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra Íslands, að viðbrögð hans við ummælunum séu engin:

„Þau dæma sig sjálf. Við gerum hins vegar engar athugasemdir við að sendiherrar séu kallaðir á fund, það er alvanalegt. Það er gott fyrir okkur að geta komið skilaboðum okkur áleiðis sem eru skýr. Hvernig sem fundurinn fer fram þá liggur afstaða okkur fyrir og hún mun ekki breytast.“

Þá segir Guðlaugur að halda beri merkjum mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis á lofti:

„Það er alltaf nauðsynlegt en kannski sérstaklega núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni