fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Drífa sökuð um ábyrgðarleysi með „fjaðrafoki“ sínu – „Tekist að jaðarsetja ASÍ“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. maí 2020 10:40

Drífa Snædal Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, gerir lítið úr innihaldi bréfs Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til starfsmanna sinna í gær, en þar lýsti Bogi því yfir að helsta fyrirstaðan fyrir að bjarga félaginu væri starfsfólkið.

Sjá nánar: Segir stjórn Icelandair til syndanna:„Málið snýst um það sem fáir virðast þora að segja“

Björn segir að RÚV hafi ollið uppnámi með því að fjalla um bréfið, en fjölmargir gagnrýndu Boga fyrir orðaval sitt, ekki síst Drífa Snædal, forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Um þetta segir Björn:

„Það fór ekki á milli mála hvað klukkan sló á fréttastofunni og forysta Alþýðusambands Íslands var ekki lengi að taka við sér.“

„Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fór einnig á Facebook og vandaði stjórnendum Icelandair ekki kveðjurnar, lét eins og hann vissi betur en þeir hvernig ætti að reka félagið.“

Þá segir Björn að Drífa tali með ábyrgðarlausum hætti:

„Drífu Snædal hefur á skömmum tíma tekist að jaðarsetja ASÍ með því að stunda kapphlaup við þá sem belgja sig mest í röðum samtakanna.Engu er líkara en Drífa og félagar telji umbjóðendum sínum fyrir bestu að tala á svo ábyrgðarlausan hátt að enginn taki mark á þeim. Þeir sem þannig láta eiga erfitt með að sætta sig við orð hinna sem segja hlutina eins og þeir eru. Bogi Nils Bogason gerði það eitt í innanhúsbréfi sínu sem fréttastofa ríkisútvarpsins kynnti með dramatískum afleiðingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni