fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Ólafur ómyrkur í máli – „Mun það auðvitað hafa umtalsverð áhrif“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 10. maí 2020 15:56

Ólafur Þ. Harðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirufaraldurinn er sagður fordæmalaus og áhrif hans talin gríðarleg á umheiminn. Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er einn þriggja fræðimanna sem Eyjan leitaði svara hjá um hvaða áhrif kórúnuveiran hefði á samfélagið.

Þetta er brot úr grein sem birtist í helgarblaði DV.

Einnig var rætt við Gylfa Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, formann bankaráðs Seðlabanka Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og Helgu Ögmundardóttur, lektor í mannfræði.

Mikil áhrif á stjórnmálaflokka

Ólafur segir að áhrif faraldursins verði mikil í pólitíkinni:

„Líklegt er að þessi plága muni marka djúp spor í stjórnmál, menningu og félagsgerð í veröldinni allri, rétt eins og kreppan mikla á árunum í kring um 1930. Sennilega verða áhrifin hér svipuð og í nágrannalöndunum, frekar en sér-íslensk. Covid-plágan hefur kallað á umfangsmikil afskipti ríkisvaldsins. Víða birtist aukin áhersla almennings á samkennd og samvinnu – á kostnað einstaklingshyggju og þröngra eiginhagsmuna. Hugmyndin um mikilvægi samfélagsins hefur eflst. Þessar áherslubreytingar gætu reynst varanlegar, a.m.k. í nokkra áratugi. Kreppan mikla mótaði heila kynslóð, sem reyndi hana á eigin skinni. Svipað gæti gerst núna. Ef sú verður raunin mun þetta væntanlega hafa mikil áhrif á flesta stjórnmálaflokka, líka á Íslandi.“

Vinsældir gætu dalað

Ólafur segir að fádæma vinsældir ríkisstjórnarinnar í könnunum undanfarið geti hæglega hrapað þegar nær dregur kosningum:

„Lengi hefur verið vitað í stjórnmálafræði, að krísur eins og plágan núna auka gjarnan stuðning við ríkjandi stjórnvöld. Þetta kallast „fylkjum-okkur-um-fánann“ áhrif („rally- around-the-flag“ effect). En þessi áhrif eru venjulega skammvinn. Eftir sigur Bandaríkjanna í Flóabardaga 1991 mældist stuðningur við gamla Bush 89%. Ári síðar tapaði hann forsetakosningum fyrir Clinton. Í Danmörku og Svíþjóð hafa stjórnarflokkar bætt stöðu sína í könnunum á síðustu vikum. Ánægja með Mette Fredriksen jókst úr 40% í 80%. Svipað hefur gerst hér, en í minna mæli. Fleiri en áður segjast stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar. Líklegast er að þessar auknu vinsældir ríkisstjórnarinnar verði skammvinnar. Vel heppnuð viðbrögð tryggja ekki endilega góðan árangur í kosningum. Að mati erlendra hagfræðinga náði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur glæsilegum árangri við endurreisn efnahagskerfisins eftir Hrun. Samt voru stjórnarflokkarnir rassskelltir í kosningunum 2013. Næstu kosningar verða væntanlega vorið eða haustið 2021. Þá verður efnahagsáfallið vegna plágunnar í algleymingi. Kannski telur stjórnin að haustkosningar yrðu sér hagstæðari. Það er þó alls ekki ljóst.“

Gæti breytt utanríkisstefnu Íslands

„Í plágunni hefur hver þjóð fyrir sig farið eigin leið um viðbrögð. Samt hefur alþjóðasamvinna líka leikið stórt hlutverk – og mun skipta meira máli við afnám lokana og endurreisn efnahagskerfa. Plágan gæti eflt þjóðernishyggju, en líklegra er að mikilvægi alþjóðasamvinnu verði fleirum ljós. Um hríð hefur verið ljóst að Bandaríkin eru ekki lengur það forysturíki hins frjálsa heims sem þau voru í áratugi. Nú loga þau í illdeilum – og forsetinn virðist ráðalaus. Ef Bandaríkin veikjast enn mun það auðvitað hafa umtalsverð áhrif á utanríkisstefnu Íslendinga.“

segir Ólafur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur