fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Segir stjórn Icelandair til syndanna: „Málið snýst um það sem fáir virðast þora að segja“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. maí 2020 11:45

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mikið er ég orðin þreyttur á því að alltaf skuli starfsfólkið vera aðal vandamálið þegar illa gengur þegar annað er augljóst,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ummæli Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, um að helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli séu starfsmennirnir.

Bogi Nils skrifaði þetta í bréfi sem sent var til starfsmanna flugfélagsins þar sem hann sagði að ljúka yrði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Slíkir samningar séu forsenda þess að fyrirtækinu verði bjargað. „Hvort sem okkur líkar betur eða verra gera fjárfestar kröfu um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gera félagið samkeppnishæft á næstu árum.

Getur verið að stjórnin sé vandamálið? 

Ragnar Þór sendir starfsmönnum Icelandair baráttukveðjur í færslu á Facebook. Þeir séu ekki vandamálið, heldur lausnin.

„Getur veri að stjórnendur félagsins séu helsta fyrirstaðan að Icelandair verði bjargað?“ Spyr Ragnar Þór. Hann segist hafa átt mörg samtöl við stjórnarmenn í lífeyrissjóðum VR vegna málsins og geti því staðfest að engin krafa hafi komið frá lífeyrissjóðunum um að endursemja þurfi við starfsfólk flugfélagsins til að gera það samkeppnishæft.

„Ég get þó nánast fullyrt að lífeyrissjóðirnir opna ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallar réttindum“

Ragnar tekur einnig fram að þó engin krafa hafi komið frá lífeyrissjóðunum um að kjarasamningar séu grundvöllur samkeppnishæfis félagsins þá hafi það komið til tals hvort stjórnin þurfi að sæta ábyrgð.

„Ég veit til dæmis að nokkrir stjórnarmenn lífeyrissjóða hafa velt því fyrir sér hvort ekki þurfi að setja það sem skilyrði að stjórn og stjórnendum verði skipt út ef skoða eigi þáttöku í hlutafjárútboði.“

Ragnar telur frekar að það sé talið niðurlægjandi fyrir stjórnendur að halda hluthafafund án þess að fyrir liggi langtíma kjarasamningar. „Segir það þá ekki allt sem segja þarf um stjórnendur?“

Fleiri feilspor en almennt þekkist

Stjórn Icelandair hafi rekið félagið með bullandi tapi á mesta góðæristíma flugsögunnar og þá ætti frekar að velta upp spurningunni hvort það sé ekki stjórnin, fremur en starfsfólkið, sem eigi að taka ábyrgð á stöðu félagsins í dag.

„Sama stjórn og stjórnendur sem stigið hafa fleiri feilspor en almennt þekkist í fyrirtækjarekstri og má þar nefna breytingar á leiðakerfi, milljarða framúrkeyrslu við innleiðingu tölvukerfa og innri breytinga.

Sama stjórn og stjórnendur sem bera ábyrgð á milljarða skandal í kringum Lindarvatn. Sjá. Brask og brall á Landsímareit.

Sama stjórn og stjórnendur og kusu að standa með samningum um flugvélar sem fáir þora að fljúga með.

Sama stjórn og stjórnendur og vilja nú með öllum ráðum velta fortíðarvanda félagsins yfir á lífeyrissjóði og skattgreiðendur í nafni þess að vandamálið sé starfsfólkið þegar málið snýst um það sem fáir virðast þora að segja. Að halda núverandi stjórnendaklíku við völd í einu af stærstu og mikilvægustu fyrirtækjum landsins“

Ragnar Þór segir VR ætla að standa í lappirnar gagnvart flugfélaginu og tryggja að réttindi starfsmanna séu virt. Hann sendir svo starfsmönnum félagsins baráttukveðju.

„Vil að lokum senda starfsfólki Icelandair baráttukveðjur. Þið eruð lausnin ekki vandamálið“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi