fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fókus

Gamla Borg föl

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. maí 2020 10:49

Mynd/Fasteignasalan Bær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er hægt að kaupa gamla samkomuhúsið, Gömlu Borg í Grímsnesi, fyrir aðeins 29,9 milljónir. Erfiðlega hefur gengið að selja fasteignina, en hún hefur ítrekað verið auglýst til sölu á síðustu þremur árum, eða allt frá árinu 2017.

Húsið var teiknað af Þorleifi Eyjólfssyni og byggt árið 1929 af Ungmennafélaginu Hvöt. Hreppurinn tók svo fljótlega við húsinu og hefur í gegnum tíðina hýst ýmis konar starfsemi. Upphaflega var það byggt sem þinghús en hefur hýst fjölbreytta starfsemi í gegnum tíðina. Til dæmis hefur þarna verið skólahald, samkomur, leiksýningar, dansleikir og veitingasala.

Í fasteignaauglýsingu eignarinnar segir:

„Gamla Borg þinghús er svipmikið hús sem stendur á Borg í Grímsnesi við einn af fjölförnustu vegum ferðamanna á Suðurlandi, Biskupstungnabraut á Gullna hringum. Húsið er steinsteypt og var tekið gríðarlega mikið í gegn og það endurnýjað árið 1996 en þá var það orðið mjög illa farið.“ Í auglýsingu er tekið fram að húsið hafi verið mikið endurnýjað á síðustu áratugum, sé vel við haldið bjóði upp á marga notkunarmöguleika. Húsið er skilgreint sem veitingahús.

Ekki er verðmiðinn á eigninni hár, 29,9 milljónir króna sem varla duga fyrir kjallarakytru í miðborg Reykjavíkur. Hér gæti því verið um einstakt tækifæri fyrir ævintýragjarna til að koma sér fyrir á gullna hringum.

Mynd/Fasteignasalan Bær
Mynd/Fasteignasalan Bær
Mynd/Fasteignasalan Bær
Mynd/Fasteignasalan Bær

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“