fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Telja fulla ástæðu til að rannsaka misnotkun fyrirtækja

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. maí 2020 12:30

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ályktun stjórnar BSRB er misnotkun fyrirtækja á úrræðum stjórnvalda fordæmd harðlega. Þar er einnig sagt að full ástæða sé fyrir Vinnumálastofnun að skoða öll tilvik þar sem grunur leiki á misnotkun og krefjast endurgreiðslu.

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir við RÚV að ekki hafi verið kallað eftir rekstrarupplýsingum frá þeim sjö þúsund fyrirtækjum sem nýtt hafa sér hlutabótaleiðina, en slíkt eftirlit muni hefjast í haust, jafnvel fyrr.
Ályktun BSRB:
„Stjórn BSRB fordæmir harðlega misnotkun stöndugra fyrirtækja á hlutabótaleiðinni og öðrum úrræðum stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins. Úrræðunum er ætlað að bjarga fyrirtækjum sem róa lífróður vegna faraldursins. Þeim er ekki ætlað að koma fyrirtækjum sem lenda ekki í teljandi tekjutapi vegna hans betur út úr tímabundinni niðursveiflu. Fyrirtæki sem hafa efni á að greiða eigendum arð eða kaupa eigin bréf eru augljóslega ekki í þeirri stöðu að þurfa á þessari aðstoð að halda. Stjórn BSRB hvetur fyrirtæki sem hafa nýtt sér úrræðin án þess að hafa raunverulega þörf fyrir þau til að endurgreiða Vinnumálastofnun tafarlaust og leiðrétta laun starfsmanna, hafi þau verið skert á einhvern hátt vegna þessara aðgerða. Þá bendir stjórnin á að Vinnumálastofnun hefur heimildir til að krefjast endurgreiðslu hafi fyrirtækin ekki haft raunverulega þörf fyrir aðstoð úr sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar. Full ástæða er fyrir stofnunina að fara vel yfir öll tilvik þar sem grunur leikur á misnotkun og krefjast fullrar endurgreiðslu. Gríðarlegir fjármunir úr sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar hafa verið settir í þessar björgunaraðgerðir. Misnotkun á þessum úrræðum jafngildir því að verið sé að taka fé frá öðrum samfélagslega mikilvægum verkefnum. Við það verður ekki unað. Það er mikill skilningur á því í samfélaginu að verja þurfi störf með því að bjarga fyrirtækjum sem verða mörg hver fyrir gríðarlegu tekjutapi vegna heimsfaraldursins. Það er hins vegar engin þolinmæði í garð þeirra sem misnota úrræðin. Það er eitt af því sem neytendur ættu að hafa í huga þegar þeir velja við hvaða fyrirtæki þeir ætla að eiga viðskipti í framtíðinni.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni