Málið sýnir að enn er mikil eftirspurn eftir hákarlsuggum. Það er ekki bannað að selja og framreiða slíkan mat í Hong Kong en það þarf leyfi til þess.
Hákarlsuggar eru vinsæll matur í kínverskum brúðkaupum og meðal eldra fólks.
Uggarnir eru verðmætasti hluti hákarla og margir sjómenn kasta restinni af dýrunum, lifandi en með banvæna áverka, aftur í sjóinn eftir að hafa skorið uggana af þeim. Wild Aid samtökin telja að 73 milljónir hákarla séu drepnir árlega í þessu skyni.