fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025
Eyjan

Jóhannes og Breki í hart á Facebook – Segir fulla endurgreiðslu vera „útópíu“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. maí 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða með inneignarnótum til 12 mánaða fær að fuðra upp í pólitískum smjörklípuslag. Það er alveg ljóst að ef málið er ekki samþykkt eru þingmenn að taka meðvitaða ákvörðun um að reka ferðaskrifstofur í gjaldþrot með tilheyrandi atvinnumissi fjölda fólks. Það er líka mun verri staða fyrir neytendur,“

segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Hefur Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum sagt að inneignarnótur hjá ferðaþjónustufyrirtækjum séu einskis virði og með því sé verið að velta lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda.

Jóhannes segir að Breki sé með þessum rökum að fara í manngreinarálit hjá neytendum:

„Staðreynd málsins er sú að með því að berjast á móti þessu máli eru neytendasamtökin ekki að tryggja jafna stöðu neytenda heldur eru í raun að tryggja betri stöðu sumra neytenda á kostnað annarra – að „tryggja fyrstir koma fyrstir fá“ stöðu þeirra aðgangshörðustu á kostnað hinna. Þetta er nefnilega einfalt: Ef fast er haldið við núverandi löggjöf um skýlausa endurgreiðslu er öruggt að ferðaskrifstofur munu verða gjaldþrota. Þeim mun fleiri sem fá greitt út núna, þeim mun meiri líkur á fleiri gjaldþrotum.“

Peningarnir ekki til

Jóhannes segir að það sé ekki í boði að aðhafast ekkert, en engir peningar séu til þess að endurgreiða neytendum:

„Með tímabundinni útgáfu inneignarnóta í stað peningaendurgreiðslu er hins vegar hægt að koma í veg fyrir gjaldþrot ferðaskrifstofa og auka þannig líkurnar mikið á því að allir neytendur geti annað hvort fengið ferðina sína endurgreidda að tímabilinu liðnu eða nýtt þá í aðra ferð síðar.

Í umfjöllun um þetta mál verður að horfa á raunaðstæður í Evrópu allri, ekki bara einhverja útópíu um fulla endurgreiðslu til íslenskra neytenda án breytinga á ónýtri löggjöf. Staðreyndin er sú að er einfaldlega ekki mögulegt. Peningarnir til að endurgreiða öllum neytendum eru bara ekki til í fyrirtækjunum í dag og forsendur löggjafarinnar sem krefst þess eru fullkomlega brostnar. Spurningin er hvað ætla þingmenn að gera í því? Það er ekki í boði að gera ekki neitt.“

Brot á stjórnarskrá

Breki svarar Jóhannesi um hæl og segir aðferðafræði Jóhannesar brot á rétti neytenda:

„Það er hreint ótrúlegt einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu. Að það þyki í lagi að innheimta fyrir þjónustu sem ekki er veitt og hafna endurgreiðslu. Hvernig eiga neytendur að geta treyst ferðaskrifstofum hér eftir ef „go-to“ aðgerðin verður að heimta afturvirkar lagabreytingar til að svína á viðskiptavinum sínum? Að því sögðu hafa allir skilning á stöðu ferðaþjónustunnar og þess vegna hafa Neytendasamtökin í um tvo mánuði velt upp ýmsum lausnum sem ekki stangast á við stjórnarskrá. Þar á meðal nokkurskonar útgáfu af dönsku leiðinni, þar sem ferðaskrifstofur geta fengið lán til að greiða út lögbundnar kröfur sínar. Með þeirri laus fara saman hagsmunir Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Neytendasamtakanna, því hvernig á fólk annars að geta ferðast innanlands í sumar ef ferðasjóðurinn er fastur í ferð sem verður ekki farin og inneignarnótu sem nýtist ekki fyrr en eftir dúk og disk?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  

20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla  
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra