Gústaf Níelsson, bróðir Brynjars þingmanns Sjálfstæðisflokksins, segir konur hafa klipið hann í rass og pung og strokið honum um lendar og lim á ýmsum tímapunktum í lífi hans. Brynjar hætti nýverið á Facebook og sagðist hafa tekið þá ákvörðun af heilsufarsástæðum. Telur Brynjar að samskiptamiðlar hafi slæm áhrif á geðheilsu þjóðarinnar.
Gústaf fjallar um brotthvarf Brynjars af Facebook og segir:
„Núna verður hann órólegur, vegna þess að hann getur ekki séð þessa færslu, gott á hann. Það er þó til marks um áræði hans að einn tók hann þessa ákvörðun í hljóði, en lét þess þó getið í eyru okkar manns seint í gærkvöldi, að núna myndi álagið á okkar mann aukast verulega.“
Gústaf kveðst hafa sýnt þessum tíðindum skilning og bætt við að hann væri jafnvígur á illindi og góðverk.. Bætti hann svo við:
„ … en vogaði sér þó ekki að segja frá öllum kvennaskaranum, sem hefur klipið hann í rass og pung og strokið honum um lendar og lim í áranna rás, án eftirmála.
Telur Gústaf að Brynjar opni Facebook-síðu sína sama dag og ný ríkisstjórn verður mynduð