Laxveiðin í fyrra var ekki sérstök og menn eru mikið að spá í hvernig laxveiðin verði í sumar. Veiðimenn eru bjartsýnir flestir um að laxveiðin verði en góð en hvernig verður hún raunverulega. Það er auðvitað stóra spurningin þessa dagana.
Við heyrðum í sjómanni um daginn sem var ræða um góða grásleppuveiði. Hann sagði það ávísun á góða laxveiði líka. Sjómaðurinn sagði að þetta hefði gerst og svo það verður fróðlegt að sjá hvort þetta gangi eftir. Grásleppuveiðin er fín þessa dagana og fiskurinn feitur og vel vænn.
,,Ég held að það verði mikið af smálaxi næsta sumar, minna af tveggja ára laxi og veiðin verður góð,“ sagði annar veiðimaður sem sagði að staðan væri önnur en í fyrra.
Mynd. Fallegur lax kominn á land.