Þetta hefur TODAY eftir Esther Freeman húðsjúkdómafræðingi á Massachusetts General Hospital í Boston.
Þetta einkenni kemur yfirleitt fyrst í ljós með rauðum eða fjólubláum lit og húðin getur bólgnað eða sár myndast.
Freeman, hefur í samvinnu við American Academy of Dermatology, sett á laggirnar alþjóðlega skrá yfir húðvandamál hjá COVID-19 sjúklingum. Aftonbladet segir að samkvæmt því sem Freeman segi þá séu útbrot á höndum og fótum nefnd í helmingi þeirra tilkynninga sem sendar hafa verið inn í skrána. Miðað við tilkynningar þá sjást einkenni sem þessi oftast hjá börnum og ungmennum en eru þó ekki einskorðuð við þessa aldurshópa.
Rannsóknir á þessu einkenni eru bara rétt nýhafnar en Freeman og fleiri húðsjúkdómafræðingar telja að einkennin eigi að leiða til þess að rannsakað sé hvort fólk sé með COVID-19 því þau geta komið fram áður og jafnvel án annarra sjúkdómseinkenna.
Í fréttatilkynningu segir Amy Paller, húðsjúkdómafræðingur við Northwestern University í Chicago, að hún þekki til 30 tilfella af kórónatám. Ekki sé vitað með vissu hvort þetta tengist COVID-19 en það væri mikil tilviljun ef svo væri ekki.