Umræddum Tupac Shakur brá mikið þegar Beshear nefndi hann og fleiri sérstaklega á nafn þegar hann ræddi um tilraunir fólks til að svíkja út atvinnuleysisbætur eftir að COVID-19 faraldurinn skall á.
Shakur er nafni hins látna rappara Tupac Shakur og því grunaði yfirvöld að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þegar hann sótti um atvinnuleysisbætur.
„Það var einn sem sótti um atvinnuleysisbætur undir nafninu Tupac Shakur hér í Kentucky. Hann hélt kannski að hann væri fyndinn, líklega gerði hann það. En fólk eins og hann gerir að verkum að við þurfum að fara í gegnum alltof margar umsóknir.“
Sagði Beshar við fréttamenn.
En Shakur var ekki að reyna að svíkja fé út úr ríkinu. Hann starfaði sem kokkur og missti vinnuna þegar heimsfaraldurinn og allt honum tengt skall á.
Shakur, sem ber einnig millinafnið Mali, sagðist hafa brugðið mjög þegar hann heyrði orð ríkisstjórans og krafði hann um afsökunarbeiðni. Hana fékk hann því Beshear hringdi í hann og baðst afsökunar. Shakur fyrirgaf honum í kjölfarið og sagðist vita að ríkisstjórinn hefði í mörg horn að líta og mistök gætu átt sér stað.