fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ríkisstjórinn hélt að þetta væri grín – Tupac Shakur þurfti atvinnuleysisbætur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 15:15

Tupac Shakur. Mynd:InSapphoWeTrust

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Beshear, demókrati og ríkisstjóri í Kentucky í Bandaríkjunum, neyddist nýlega til að biðjast afsökunar eftir að hafa sakað 46 ára gamlan mann, Tupac Shakur, um að reyna að svíkja atvinnuleysisbætur út úr kerfinu með því að nota rangt nafn.

Umræddum Tupac Shakur brá mikið þegar Beshear nefndi hann og fleiri sérstaklega á nafn þegar hann ræddi um tilraunir fólks til að svíkja út atvinnuleysisbætur eftir að COVID-19 faraldurinn skall á.

Shakur er nafni hins látna rappara Tupac Shakur og því grunaði yfirvöld að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þegar hann sótti um atvinnuleysisbætur.

„Það var einn sem sótti um atvinnuleysisbætur undir nafninu Tupac Shakur hér í Kentucky. Hann hélt kannski að hann væri fyndinn, líklega gerði hann það. En fólk eins og hann gerir að verkum að við þurfum að fara í gegnum alltof margar umsóknir.“

Sagði Beshar við fréttamenn.

En Shakur var ekki að reyna að svíkja fé út úr ríkinu. Hann starfaði sem kokkur og missti vinnuna þegar heimsfaraldurinn og allt honum tengt skall á.

Shakur, sem ber einnig millinafnið Mali, sagðist hafa brugðið mjög þegar hann heyrði orð ríkisstjórans og krafði hann um afsökunarbeiðni. Hana fékk hann því Beshear hringdi í hann og baðst afsökunar. Shakur fyrirgaf honum í kjölfarið og sagðist vita að ríkisstjórinn hefði í mörg horn að líta og mistök gætu átt sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu