fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Þróunarríki fá 276 milljónir frá Guðlaugi vegna Covid -19 -„​Ísland lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. maí 2020 15:09

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja 276 milljónum króna til þróunarríkja vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Framlagið deilist á milli stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóðaráðs Rauða krossins, Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og samstarfsþjóða Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.

„Viðbúið er að faraldurinn geti aukið enn frekar á þá neyð sem nú þegar er fyrir hendi á svæðum þar sem sárafátækt ríkir og jafnvel skapað óróa. Það ríkir mikil samstaða um það, ekki síst meðal norrænu þjóðanna, að styðja fátækustu ríkin á þessum erfiðu tímum. Ísland lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og framlögum okkar verður að mestu leyti ráðstafað af alþjóðastofnunum og mannúðarsamtökum til þjóða þar sem þörfin er mest,“

segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.

Brugðist er við COVID-19 mannúðarákalli Sameinuðu þjóðanna með því að fela þremur stofnunum samtakanna að ráðstafa 70 milljónum króna. Af þeim fara 30 milljónir  til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), 20 milljónir til Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR) og 20 milljónir til Mannfjöldasjóðs SÞ (UNFPA). Að auki fer 25 milljóna króna framlag til Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA).

Til nýstofnaðs COVID-19 þróunarsjóðs SÞ (COVID-19 UN Response and Recovery Fund) verður 20 milljónum króna varið og 25 milljónum króna verður ráðstafað til orkusviðs Alþjóðabankans í því skyni að knýja heilsugæslustöðvar í sunnanverðri Afríku áfram með endurnýjanlegri sólarorku. Alþjóðaráði Rauða krossins er falið að ráðstafa 20 milljónum króna og Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins fær 28 milljónir vegna COVID-19 neyðarkalls, en hluti af framlaginu kemur til vegna rammasamnings ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi.

Til samstarfsþjóðanna fara 66 milljónir til skólamáltíða fyrir nemendur í fiskimannasamfélögum í Buikwe í Úganda sem er samstarfshérað Íslands, og 15 milljónir vegna COVID-19 viðbragðsáætlunar fyrir sjúkrahús og heilsugæslur í sama héraði. Til Malaví er 7 milljónum króna varið til viðbragðsáætlunar yfirvalda í Mangochi, samstarfshéraði Íslands.

Viðbúið er að bregðast þurfi við með frekari aðgerðum á næstu vikum og misserum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni