fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Líkið lá í fimm ár í sumarbústaðnum – „Verst ef um morð var að ræða“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku var lögreglunni í Nordland í Noregi tilkynnt um að lík hefði fundist í sumarbústað í Fauske. Ljóst var frá upphafi að líkið hafði legið þar lengi, árum saman.  Lögreglan sagði síðar að líklega hefði líkið verið í sumarbústaðnum í fimm ár og að það væri orðið að „múmíu“. Það voru skilríki, sem fundust á staðnum, sem gera að verkum að lögreglan nefndi fimm ár.

Ekki er enn vitað hver maðurinn er en lögreglunni hafa borist margar ábendingar frá almenningi. Talið er að maðurinn hafi verið um fimmtugt og af evrópskum uppruna. Hann var ekki norskur ríkisborgari segir lögreglan.

Ronny Borge, lögreglustjóri, sagði í samtali við TV2 að lögreglan haldi öllum möguleikum opnum og útiloki ekki að um morð sé að ræða.

„Það væri verst ef um morð væri að ræða. Þá erum við fimm árum á eftir í rannsókninni.“

Sagði hann og bætti við að lögregluna grunaði ekki að um morð væri að ræða en hún útiloki ekki neitt þar til niðurstöður krufningar liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum