fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Keypti heilsíðu í Morgunblaðinu og spyr um skattsvik þingmanna

Í auglýsingunni myndbirtir hann tíu þingmenn, og svo ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. janúar 2016 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er orðinn býsna lögvilltur, því við sem vinnum með höndunum virðumst lúta öðrum lögmálum en elítan,“ segir Örn Gunnlaugsson, eigandi fyrirtækisins Bindir&Stál en Örn birtir heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag þar sem hann spyr hversu mikið þingmenn eru að svíkja undan skatti með því að telja ekki dagpeninga á ferðalögum fram með löglegum hætti.

Í auglýsingunni myndbirtir hann tíu þingmenn, og svo ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Spurður hversvegna þessir þingmenn hafi orðið fyrir valinu í auglýsingunni svarar Örn:

„Þetta er það fólk inni á Alþingi sem hefur ferðast hvað mest.“

Örn útskýrir fyrir blaðamanni að sjálfur hafi hann verið dæmdur til þess að endurgreiða 1200 þúsund krónur árið 2001 vegna dagpeninga sem hann fékk á ferðalagi sínu um Rússland.

„Þá þurfti ég að sanna að ég hefði eytt þessum pening, en það var auðvitað ekki hægt að fá nótu fyrir neinu þarna í Rússlandi,“ útskýrir hann og það má heyra að hann er enn súr yfir þeirri niðurstöðu. Honum finnst þó óréttlæti fólgið í því að hann hafi verið tekin fyrir af skattinum. Hann segist margoft hafa haft samband við ríkisskattstjóra til þess að vekja athygli á dagpeningum þingmanna, en án árangurs að hans sögn.

„Og þá er ég margoft búinn að hafa samband við skattstjóra, en honum virðist bara vera sama um málið,“ útskýrir Örn.

Hér má sjá auglýsinguna eins og hún birtist í blaðinu.
Auglýsingin Hér má sjá auglýsinguna eins og hún birtist í blaðinu.

Raunar var Örn svo ósáttur að hann keypti auglýsinguna sem birtist á blaðsíðu sjö í Morgunblaðinu í dag.
Blaðamaður spyr þá hvað síðan kostar?

„170 þúsund krónur,“ svarar Örn að bragði. Hann segir peninginn vel þess virði. „Ég vil lifa í samfélagi þar sem þegnar njóta jafnræðis,“ segir hann og bætir við: „Nú er boltinn hjá þeim. Nú skora ég á þau að opna bókhaldið sitt og sýna fram á hvernig í pottinn er búið.“

Aðspurður hvort hann hafi rökstuddan grun um að þarna sé yfirhöfuð misferli að eiga sér stað, svarar hann, „ég hef engar sannanir. En sumt veit maður.“

Þá er Örn ennfremur spurður hvort hann treysti ekki ríkisskattstjóra sem fær framtöl þingmannanna eins og allra annarra einu sinni á ári, og þar er væntanlega farið yfir þessi mál. Örn er ekki sannfærður, og vantreystir skattstjóranum.

„Hann virðist líta svo á að hann megi bara velja sér viðfangsefni,“ segir Örn sem þykir það ekki ósanngjörn krafa að þingmennirnir opni bókhald sitt upp á gátt til þess að svara órökstuddum ásökunum Arnars.

Spurður hversvegna það sé ekki mynd af honum á auglýsingunni, heldur hundi í jakkafötum, svarar Örn: „Ég vildi ekki hafa mynd af mér svo það yrði ekki neinn misskilningur um að ég væri einn af þeim. Svo var þetta líka ádeila á að það hver ég væri, einn af þeim sem er í lægri lögum samfélagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“