fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Morgunblaðið pikkar í Pírata- „Það er grunnskólabókardæmi um hræsni“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. maí 2020 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef marka má þau eintök sem ratað hafa inn á Alþingi má segja að þrasgirni sé það sem helst greinir Pírata frá öðru fólki.“ Þetta segir í Staksteinum Morgunblaðsins í dag. Höfundur Staksteina telur Pírata í sérstöðu hvað varðar þras í ræðustól og vísar þá sérstaklega til umræðu á Alþingi í liðinni viku þar sem þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, fjallað um yfirvofandi verkfall Eflingar.

Málsframvindu á þingi er svo lýst í Staksteinum.

„Fór hann mikinn vegna orða sem hann taldi sig hafa heyrt sögð úti í bæ um að mögulega þyrfti að setja lög á verkfallsaðgerðir Eflingar. Forseta þingsins leist ekki á orðbragðið, og er þó ýmsu vanur og hefur ekki endilega alltaf verið nákvæmur í orðavali í gegnum tíðina. Bað hann þingmenn að gæta „hófs í orðanotkun, sérstaklega um fjarstadda aðila sem ekki geta svarað hér fyrir sig“. 

Í kjölfarið hafi Jón Þór svo stigið aftur í ræðustól undir dagskrárliðnum Fundarstjórn forseta og krafist skýringa á athugasemdum Steingríms J Sigfússonar, forseta Alþingis.

„Forseti vísaði í stjórnarskrá og hefðir í þessu sambandi en Jón Þór hljóp ítrekað í ræðustólinn til að halda þrasinu áfram. Á hæla hans kom svo fyrirspyrjandinn mikli, Björn Leví Gunnarsson, með þras sem varla þætti sæmandi á málfundaræfingu í grunnskóla. Er það málefnafátæktin sem knýr þingmenn Pírata til að stunda þennan sérkennilega málflutning, eða ræður eitthvað annað hegðuninni?“

„Þetta var svo rosalega mikið þras, náði ekki einu sinni upp á grunnskólastigið,“ segir þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson á Facebook þar sem hann svarar fyrir Staksteinanna. Bendir hann á ræðu sína, sem staksteinar vísi til, en hún telji heil 143 orð. En til gamans má geta að Staksteinarnir umræddu voru rúmlega 200 orð að lengd. „Hver sá sem skrifar þessa staksteina kann bara að kasta steinum en ekki að útskýra hvað og hvernig þetta eru ummæli sem eiga ekki upp á borðið í grunnskóla. Það er grunnskólabókardæmi um hræsni.,“ segir Björn Leví.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris