fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Sökuð um að dreifa kórónuveirunni – „Eins og að vakna upp af slæmum draumi“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. maí 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er tveggja barna móðir, bandarískur ríkisborgari og aðalpersónan í kenningum og samtölum margra samsæriskenningasmiða þessa dagana um upptök COVID-19 heimsfaraldursins. Þeir telja að hún hafi viljandi borið veiruna með sér til Kína til að koma faraldri af stað og að veiran sé lífefnavopn.

CNN skýrir frá þessu.

„Þetta er eins og að vakna upp af slæmum draumi og ganga inn í martröð dag eftir dag.“

Sagði konan, sem heitir Maatje Benassi, í samtali við CNN.

Allt hófst þetta í mars þegar fyrstu ásakanirnar á hendur henni birtust á YouTube en þar geta allir birt myndbönd og komið skoðunum sínum á framfæri.

Maatje starfar hjá Bandaríkjaher og tók þátt í verkefni í kínversku borginni Wuhan þar sem COVID-19 kom fyrst fram á sjónarsviðið.

Myndböndin, með samsæriskenningum um aðild Maatje að útbreiðslu veirunnar, hafa fengið mörg hundruð þúsund áhorf og hefur verið mikið deilt á kínverskum samfélagsmiðlum. Kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa einnig fjallað um þau.

Bandarísk yfirvöld vísa því algjörlega á bug að Maatje hafi tekið lífefnavopn í formi kórónuveiru með til Wuhan til að dreifa veirunni. Mark Esper, varnarmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu að þessar ásakanir væru „hlægilegar og óábyrgar“.

En það hefur ekki haldið aftur af einhverjum sem telja Maatje eiga hlut að máli. Meðal annars hefur heimilisfangi hennar og eiginmanns hennar verið lekið á netið. Þau fengu einnig ríflegan skammt af skilaboðum á samfélagsmiðlum og neyddust á endanum til að loka aðgöngum sínum á þeim. CNN segir að hvorki hún né eiginmaðurinn hafi smitast af COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið