fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Vorveiðin að komast á fleygiferð

Gunnar Bender
Laugardaginn 2. maí 2020 23:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er sumarið komið og vorveiðin að komast á fullt skrið.  Elliðárnar opnuðu 1. maí og veiði í Varmá að hrökkva í gang eftir að hafa verið erfið viðureignar síðustu vikur vegna vatnsstöðu.

Þær stöllur Dögg Hjaltalín og Sandra Morthens kíktu í Varmánna í fyrradag og má með sanni segja að þær skemmtu sér konunglega. Neðstu staðir árinnar voru stunduð og skylst okkur að þarna hefði verið vorblær í lofti og góð stemmning hjá konum og fiskum. Lönduðu þær fallegum fiskum og nutu góða veðursins í botn.Þær sendu okkur síðan smá frásögn af deginum.

,Okkur vinkonurnar var farið að langa svo að veiða að við ákváðum að skella okkur í Varmá í tvo daga. Við höfðum aldrei veitt þar áður og því fengum við þaulreynda leiðsögumanninn Sigþór Stein Ólafsson til að fara með okkur. Hann kenndi okkur andstreymisveiði sem er ótrúlega skemmtileg og krefjandi og hélt hann okkur við efnið allan daginn. Aðstæður voru eins og best verður á kosið þegar kemur að því að standa á bakkanum, sól og nánast logn sem hjálpaði til við að mastera köstin. Fyrsta takan var geggjuð og það fór allt í rugl. Sigþór tók í línuna hjá mér og ég tók eitt hringspor á bakkanum, svo náði ég yfirtökum og eftir það gekk allt eins og í sögu. Stærsti birtingurinn var 66 cm og hann kom í lokin en það var strangheiðarleg og löng barátta, hann stökk nokkrum sinnum og rauk niður ánna og við eltum bara í rólegheitunum. Þessi dagur var snilld í alla staði en fjórir fiskar á land í apríl í sól og blíðu er betra en í lygasögu.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“