fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Þetta eru sönnunargögnin í máli Tom Hagen

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. maí 2020 18:10

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski milljarðamæringurinn Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi staðið að baki hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu hans, og jafnvel morðs á henni. Mörg af þeim gögnum sem lögreglan fann á heimili þeirra hjóna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf benda að sögn VG til tengsla Tom við málið.

Í umfjöllun miðilsins kemur fram að þetta séu meðal annars lífsýni úr Tom og litlir blóðdropar úr Anne-Elisabeth. Miðillinn virðist búa yfir nokkuð ítarlegum upplýsingum um málið. Fram kemur að eftir því sem leið á rannsóknina hafi gögn lögreglunnar, sem tengja Tom við málið, styrkst. Lífsýni úr Tom eru sögð hafa fundist á vettvangi þegar sérfræðingar lögreglunnar rannsökuðu hann.

Það þarf auðvitað ekki að koma á óvart að lífsýni úr Tom hafi fundist í húsinu því hjónin höfðu búið þar árum saman. VG segir að það hafi vakið athygli og grunsemdir að lífsýnin hafi fundist á stöðum sem tengja þau við hvarf Anne-Elisabeth. Ekki kemur nánar fram hvar.

Lausnargjaldskrafan

Á heimili þeirra hjóna fundust hótunarbréf og krafa um lausnargjald upp á níu milljónir evra. Bréfin veittu enga vísbendingu um hver eða hverjir hefðu verið að verki. Þau voru skrifuð á lélegri ensku og var greiðslu lausnargjaldsins krafist í rafmyntinni Monero.

Á fréttamannafundi í kjölfar handtöku Tom á þriðjudaginn skýrði lögreglan frá því að hún telji að lausnargjaldskrafan hafi átt að villa um fyrir lögreglunni og leyna því hvað kom fyrir Anne-Elisabeth.

Litlu blóðdroparnir, sem fundust, voru að sögn VG á hlut í húsinu sem tengir Tom við hvarfið. Lögreglan hefur ekki staðfest þetta. VG segir einnig að lögreglan telji skýringar Tom um atburðarásina, bæði fyrir og eftir hvarf eiginkonunnar, vera sérkennilegar. Mótsagnir eru sagðar koma fram í þeim og bein ósannindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið